Selfoss-KR 17:00 á laugardag

„Það er hrikalega mikil stemning og spenna í bæjarfélaginu. Við finnum fyrir því að það er smá pressa að koma með bikarinn yfir brúna," sagði Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfyssinga, við Fótbolta.net í dag um bikarúrslitaleikinn gegn KR á laugardag.
Anna María fór í bikarúrslit með Selfyssingum 2014 og 2015 en í bæði liðin tapaði liðið fyrir Stjörnunni.
„Ég hef engan áhuga á að tapa mínum þriðja bikarúrslitaleik. Ég vil ekki sjá neitt annað en að titillinn komi með okkur heim."
Guðmunda Brynja Óladóttir, framherji KR, var í liði Selfyssinga 2014 og 2015 en hún er á leið í sinn fimmta bikarúrslitaleik. Guðmunda hefur alltaf verið í tapliði hingað til í bikarúrslitum.
„Við Gumma erum mjög góðar vinkonur og höfum alltaf verið. Vinskapurinn verður settur til hliðar á laugardaginn og svo tökum við þráðinn upp á nýjan leik. Ég ætla að segja henni það núna að hún þarf að bíða aðeins lengur eftir titli," sagði Anna María.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn
Jói rýnir í úrslitaleikinn: Fjörugur leikur með mörkum og spennu
Athugasemdir