Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   fim 15. ágúst 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Anna María: Gumma þarf að bíða aðeins lengur
Selfoss-KR 17:00 á laugardag
Kvenaboltinn
Anna María í leik gegn KR fyrr í sumar.
Anna María í leik gegn KR fyrr í sumar.
Mynd: Hulda Margrét
„Það er hrikalega mikil stemning og spenna í bæjarfélaginu. Við finnum fyrir því að það er smá pressa að koma með bikarinn yfir brúna," sagði Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfyssinga, við Fótbolta.net í dag um bikarúrslitaleikinn gegn KR á laugardag.

Anna María fór í bikarúrslit með Selfyssingum 2014 og 2015 en í bæði liðin tapaði liðið fyrir Stjörnunni.

„Ég hef engan áhuga á að tapa mínum þriðja bikarúrslitaleik. Ég vil ekki sjá neitt annað en að titillinn komi með okkur heim."

Guðmunda Brynja Óladóttir, framherji KR, var í liði Selfyssinga 2014 og 2015 en hún er á leið í sinn fimmta bikarúrslitaleik. Guðmunda hefur alltaf verið í tapliði hingað til í bikarúrslitum.

„Við Gumma erum mjög góðar vinkonur og höfum alltaf verið. Vinskapurinn verður settur til hliðar á laugardaginn og svo tökum við þráðinn upp á nýjan leik. Ég ætla að segja henni það núna að hún þarf að bíða aðeins lengur eftir titli," sagði Anna María.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn
Jói rýnir í úrslitaleikinn: Fjörugur leikur með mörkum og spennu
Athugasemdir
banner
banner
banner