Rætt var um Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Ísak, sem er 21 árs, hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar, skorað tólf mörk í deildinni og tvö mörk í bikarnum. Hann gekk í raðir Breiðabliks frá enska félaginu Norwich í vetur.
Ísak ferðaðist ekki með Breiðabliki til Tyrklands í liðinni viku þar sem hann hefur tvisvar sinnum fengið heilahristing á síðustu vikum. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann verði klár í slaginn þegar Breiðablik mætir Víkingi í toppslag í Bestu deildinni í kvöld.
Ísak ferðaðist ekki með Breiðabliki til Tyrklands í liðinni viku þar sem hann hefur tvisvar sinnum fengið heilahristing á síðustu vikum. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann verði klár í slaginn þegar Breiðablik mætir Víkingi í toppslag í Bestu deildinni í kvöld.
Ísak hefur verið orðaður við norsk félög í sumar og staðfesti í viðtali fyrir helgi að hann hefði rætt við bæði Viking og Rosenborg. Hann segist vilja klára báða titlana, Íslandsmeistaratitilinn og bikarinn, áður en hann fer aftur út í atvinnumennsku.
Elvar Geir Magnússon er mikill stuðningsmaður Lyngby í dönsku Superliga. Elvar er Leiknismaður eins og þeir Freyr Alexandersson þjálfari Lyngby og Sævar Atli Magnússon leikmaður danska liðsins. Elvar vill sjá Ísak í dönsku Superliga.
„Það sem ég er farinn að fylgjast mikið með dönsku úrvalsdeildinni, eftir að mínir menn í Lyngby fóru upp, þá væri ég helst til í að fá Ísak í dönsku deildina. Draumurinn að fá hann í Lyngby en ég veit ekki hvort 'budget-ið' sé til staðar hjá Freysa - Lyngby er ekki alveg með stærsta 'budget-ið' í Danmörku, en ég fór að skoða töfluna og horfði á Bröndby. Af hverju er Bröndby ekki að sækja Ísak? Þeir eru í basli."
Bröndby var með þrjú stig fyrir leik helgarinnar og hafði einungis skorað þrjú mörk í fjórum leikjum. Liðið lagaði það aðeins með 2-0 sigri á OB í gær og er núna í 9. sæti Superliga með sex stig eftir fimm leiki.
„Ég held að Ísak myndi passa eins og flís við rass í Bröndby," sagði Elvar.
„Ísak er með þennan drifkraft. Þetta er fyrsta tímabilið þar sem hann er að blómstra og ég skil það að menn séu aðeins skoða hann. En af hverju eru ekki öll Skandinavíuliðin á eftir honum? Þetta er íslenskur leikmaður. Hvað kostar hann? 30-70 milljónir? Það er held ég ekki mikið," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.
Minnst var á að Kristall Máni Ingason var seldur til Rosenborg frá Víkingi í síðasta mánuði. Hann og Ísak höfðu verið bestu leikmenn deildarinnar framan af móti.
„Það væri vissulega gaman að sjá Ísak og Kristal saman. Þeir eru ekki eins og Gerrard og Lampard, þeir geta spilað saman," sagði Benedikt á léttu nótunum.
Stöðutaflan
Danmörk
Superliga - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |
Athugasemdir