Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 13:46
Elvar Geir Magnússon
Lögreglan kölluð til í Reykjavík vegna reiði Man Utd stuðningsmanns
Lögreglan var kölluð til.
Lögreglan var kölluð til.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að nágrannar stuðningsmanns ensks fótboltaliðs hafi hringt í lögregluna á laugardaginn vegna óláta.

Miðað við færsluna má fastlega gera ráð fyrir að um stuðningsmann Manchester United sé að ræða.

„Útköll vegna fólks sem var til ama af ýmsum öðrum ástæðum voru að venju fjölmörg, en þar kom m.a. við sögu stuðningsmaður ensks knattspyrnuliðs sem missti stjórn á skapi sínu þegar lið hans fékk háðuglega útreið á laugardag," segir í dagbókinni.

„Maðurinn var að horfa á leikinn í sjónvarpi og reiddist mjög, með tilheyrandi hljóðum, þegar fór að síga á ógæfuhliðina og mörkunum rigndi í vitlaust mark. Við þetta hringdu nágrannar stuðningsmannsins í lögreglu enda óttuðust þeir hið versta. Þegar hún kom á staðinn hafði ástandið róast og er vonandi að maðurinn nái að halda stillingu sinni næst þegar illa gengur hjá hans mönnum á fótboltavellinum."

Manchester United tapaði 4-0 fyrir Brentford á laugardaginn en í fyrstu umferðinni tapaði liðið gegn Brighton.


Athugasemdir
banner
banner
banner