Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 15. september 2019 19:46
Daníel Smári Magnússon
Óli Stefán: Komnir með þetta í báðar greipar
Óli Stefán gat ekki verið annað en svekktur í leikslok.
Óli Stefán gat ekki verið annað en svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara gríðarlega svekktur. Vorum komnir með þetta í nánast báðar greipar en þeir refsuðu okkur seint í uppbótartíma og auðvitað er það alltaf ógeðslega fúlt að taka á því. En við verðum að skoða þá stöðu, bara halda áfram að vinna og sjá hvað fór úrskeiðis,'' sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA eftir dramatískt 1-1 jafntefli við HK í Pepsi Max deild karla í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Við vorum sem betur fer bara þéttir, eins og við höfum verið síðustu fimm leiki og höfum ekki tapað þeim. HK fær kannski eitt færi í leiknum, en við gátum samt gert betur í okkar uppspili og á mörgum stundum, þó að vissulega hafi komið góðir kaflar inn á milli.''

Það einkennir oft lið í baráttu í neðri hluta deildarinnar að eiga í basli með að loka leikjum og sýna yfirvegun fyrir framan markið. Óli Stefán sagði það vera stillingaratriði og sagði KA ekki langt frá liðunum fyrir ofan sig.

„Það má líka skoða það þannig að við gerum rosalega vel í því að koma okkur í þessar stöður og þá er slúttið bara stillingaratriði. Við höfum verið að spila vel í seinni umferðinni. Við erum einni vítaspyrnu í Vestmanneyjum frá því að vera í 5. sætinu og svo erum við í 5. sæti á 97. mínútu, þannig að við erum ekkert langt frá þessum liðum þó að við höfum vissulega verið talaðir niður í sumar.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner