Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
banner
   sun 15. september 2019 19:46
Daníel Smári Magnússon
Óli Stefán: Komnir með þetta í báðar greipar
Óli Stefán gat ekki verið annað en svekktur í leikslok.
Óli Stefán gat ekki verið annað en svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara gríðarlega svekktur. Vorum komnir með þetta í nánast báðar greipar en þeir refsuðu okkur seint í uppbótartíma og auðvitað er það alltaf ógeðslega fúlt að taka á því. En við verðum að skoða þá stöðu, bara halda áfram að vinna og sjá hvað fór úrskeiðis,'' sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA eftir dramatískt 1-1 jafntefli við HK í Pepsi Max deild karla í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Við vorum sem betur fer bara þéttir, eins og við höfum verið síðustu fimm leiki og höfum ekki tapað þeim. HK fær kannski eitt færi í leiknum, en við gátum samt gert betur í okkar uppspili og á mörgum stundum, þó að vissulega hafi komið góðir kaflar inn á milli.''

Það einkennir oft lið í baráttu í neðri hluta deildarinnar að eiga í basli með að loka leikjum og sýna yfirvegun fyrir framan markið. Óli Stefán sagði það vera stillingaratriði og sagði KA ekki langt frá liðunum fyrir ofan sig.

„Það má líka skoða það þannig að við gerum rosalega vel í því að koma okkur í þessar stöður og þá er slúttið bara stillingaratriði. Við höfum verið að spila vel í seinni umferðinni. Við erum einni vítaspyrnu í Vestmanneyjum frá því að vera í 5. sætinu og svo erum við í 5. sæti á 97. mínútu, þannig að við erum ekkert langt frá þessum liðum þó að við höfum vissulega verið talaðir niður í sumar.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir