Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   sun 15. september 2019 19:46
Daníel Smári Magnússon
Óli Stefán: Komnir með þetta í báðar greipar
Óli Stefán gat ekki verið annað en svekktur í leikslok.
Óli Stefán gat ekki verið annað en svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara gríðarlega svekktur. Vorum komnir með þetta í nánast báðar greipar en þeir refsuðu okkur seint í uppbótartíma og auðvitað er það alltaf ógeðslega fúlt að taka á því. En við verðum að skoða þá stöðu, bara halda áfram að vinna og sjá hvað fór úrskeiðis,'' sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA eftir dramatískt 1-1 jafntefli við HK í Pepsi Max deild karla í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Við vorum sem betur fer bara þéttir, eins og við höfum verið síðustu fimm leiki og höfum ekki tapað þeim. HK fær kannski eitt færi í leiknum, en við gátum samt gert betur í okkar uppspili og á mörgum stundum, þó að vissulega hafi komið góðir kaflar inn á milli.''

Það einkennir oft lið í baráttu í neðri hluta deildarinnar að eiga í basli með að loka leikjum og sýna yfirvegun fyrir framan markið. Óli Stefán sagði það vera stillingaratriði og sagði KA ekki langt frá liðunum fyrir ofan sig.

„Það má líka skoða það þannig að við gerum rosalega vel í því að koma okkur í þessar stöður og þá er slúttið bara stillingaratriði. Við höfum verið að spila vel í seinni umferðinni. Við erum einni vítaspyrnu í Vestmanneyjum frá því að vera í 5. sætinu og svo erum við í 5. sæti á 97. mínútu, þannig að við erum ekkert langt frá þessum liðum þó að við höfum vissulega verið talaðir niður í sumar.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner