Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 15. september 2019 19:46
Daníel Smári Magnússon
Óli Stefán: Komnir með þetta í báðar greipar
Óli Stefán gat ekki verið annað en svekktur í leikslok.
Óli Stefán gat ekki verið annað en svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara gríðarlega svekktur. Vorum komnir með þetta í nánast báðar greipar en þeir refsuðu okkur seint í uppbótartíma og auðvitað er það alltaf ógeðslega fúlt að taka á því. En við verðum að skoða þá stöðu, bara halda áfram að vinna og sjá hvað fór úrskeiðis,'' sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA eftir dramatískt 1-1 jafntefli við HK í Pepsi Max deild karla í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Við vorum sem betur fer bara þéttir, eins og við höfum verið síðustu fimm leiki og höfum ekki tapað þeim. HK fær kannski eitt færi í leiknum, en við gátum samt gert betur í okkar uppspili og á mörgum stundum, þó að vissulega hafi komið góðir kaflar inn á milli.''

Það einkennir oft lið í baráttu í neðri hluta deildarinnar að eiga í basli með að loka leikjum og sýna yfirvegun fyrir framan markið. Óli Stefán sagði það vera stillingaratriði og sagði KA ekki langt frá liðunum fyrir ofan sig.

„Það má líka skoða það þannig að við gerum rosalega vel í því að koma okkur í þessar stöður og þá er slúttið bara stillingaratriði. Við höfum verið að spila vel í seinni umferðinni. Við erum einni vítaspyrnu í Vestmanneyjum frá því að vera í 5. sætinu og svo erum við í 5. sæti á 97. mínútu, þannig að við erum ekkert langt frá þessum liðum þó að við höfum vissulega verið talaðir niður í sumar.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner