
„Rosalega þungur leikur, völlurinn þungur. Mér fannst við gera leikinn óþarflega erfiðan fyrir okkur. Nýttum ekki nógu vel yfirburðina sem við höfðum í fyrri hálfleik. Fáum á okkur mark rétt fyrir hálfleik og vantaði smá neista að klára þennan leik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, eftir sigur á Magna í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 2 - 1 Magni
„Þetta eru allavega fær. Það er sjaldan sem við höfum fengið svona mikið af færum og vonandi er þetta ávísun á að geta stólað á fleiri færi í leikjunum."
Magni setti pressu á Vestra undir lok leiks.
„Þeir eru með fínt lið og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur. Eitt mark er engin forysta en okkur tókst að verja markið okkar í lokin og ég er sáttur með það."
Nánar er rætt við Bjarna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir