
„Svekktur, mér fannst við eiga meira skilið en ekki neitt. Við vorum flottir í þessum leik," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir tap gegn Vestra í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 2 - 1 Magni
„Við spiluðum okkar leik, erum með hörkulið og er rosa svekktur af því frammistaðan var rosa góð."
Magni er í botnsæti deildarinnar, þremur stigum frá liðunum fyrir ofan sig.
„Ef þú horfir í töfluna þá er þetta klárlega erfitt verkefni en ekki eins og við höfum ekki séð þetta áður. Við erum félag sem gefst aldrei upp - ef við spilum eins og í dag þá er ég mjög bjartsýnn," sagði Svenni að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir