Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mið 15. september 2021 22:17
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús Már: Lítið hægt að segja eftir svona leik
8-0 tap.
Lengjudeildin
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fór á Seltjarnarnesið í kvöld og töpuðu 8-0 gegn Gróttu í Lengjudeild karla. Vægast sagt slæm úrslit fyrir Mosfellinga og var Magnús Már þjálfari liðsins svekktur í leikslok

„Við erum allt í lagi fyrstu mínúturnar en eftir það sá ég líklegast fjörtíu verstu mínútur sem ég hef séð strákana spila. Það var langt frá því leveli sem við viljum vera á og getum verið á. Grótta, sem er með mjög gott lið og marga góða einstaklinga, gekk á lagið og röðuðu inn mörkum. Það er bara lítið hægt að segja eftir svona leik nema biðja stuðningsmenn afsökunar og sjá til þess að þetta muni aldrei endurtaka sig því þetta var afskaplega dapurt," sagði Magnús beint eftir leik.

Magnús er á sínu öðru ári sem aðalþjálfari liðsins og hefur verið hrósað fyrir skemmtilegan fótbolta og fínt gengi. Á dögunum var Magnús orðaður við lið Þórs á Akureyri. Magnús vildi lítið segja og ætlar að fókusera á síðasta leik tímabilsins gegn Fram.

„Lítið verið að spá í því. Hef verið upp á fæðingardeild undanfarna daga og ekki verið að hugsa mikið um framtíðina. Þetta kemur allt saman í ljós á næstunni hvað verður í þessu. Við tökum púlsinn á því eftir tímabilið því það er leikur sem þarf að klára á laugardaginn gegn Fram og hugur minn er allur þar. Þurfum að gera betur þar því þetta var ekki boðlegt í dag" Sagði Magnús Már.

Nánar er rætt við Magnús um leikinn í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í unga leikmenn liðsins sem fengu tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner
banner