Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mið 15. september 2021 22:17
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús Már: Lítið hægt að segja eftir svona leik
8-0 tap.
Lengjudeildin
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fór á Seltjarnarnesið í kvöld og töpuðu 8-0 gegn Gróttu í Lengjudeild karla. Vægast sagt slæm úrslit fyrir Mosfellinga og var Magnús Már þjálfari liðsins svekktur í leikslok

„Við erum allt í lagi fyrstu mínúturnar en eftir það sá ég líklegast fjörtíu verstu mínútur sem ég hef séð strákana spila. Það var langt frá því leveli sem við viljum vera á og getum verið á. Grótta, sem er með mjög gott lið og marga góða einstaklinga, gekk á lagið og röðuðu inn mörkum. Það er bara lítið hægt að segja eftir svona leik nema biðja stuðningsmenn afsökunar og sjá til þess að þetta muni aldrei endurtaka sig því þetta var afskaplega dapurt," sagði Magnús beint eftir leik.

Magnús er á sínu öðru ári sem aðalþjálfari liðsins og hefur verið hrósað fyrir skemmtilegan fótbolta og fínt gengi. Á dögunum var Magnús orðaður við lið Þórs á Akureyri. Magnús vildi lítið segja og ætlar að fókusera á síðasta leik tímabilsins gegn Fram.

„Lítið verið að spá í því. Hef verið upp á fæðingardeild undanfarna daga og ekki verið að hugsa mikið um framtíðina. Þetta kemur allt saman í ljós á næstunni hvað verður í þessu. Við tökum púlsinn á því eftir tímabilið því það er leikur sem þarf að klára á laugardaginn gegn Fram og hugur minn er allur þar. Þurfum að gera betur þar því þetta var ekki boðlegt í dag" Sagði Magnús Már.

Nánar er rætt við Magnús um leikinn í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í unga leikmenn liðsins sem fengu tækifæri.
Athugasemdir
banner