29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 15. september 2021 22:17
Þorgeir Leó Gunnarsson
Magnús Már: Lítið hægt að segja eftir svona leik
8-0 tap.
Lengjudeildin
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fór á Seltjarnarnesið í kvöld og töpuðu 8-0 gegn Gróttu í Lengjudeild karla. Vægast sagt slæm úrslit fyrir Mosfellinga og var Magnús Már þjálfari liðsins svekktur í leikslok

„Við erum allt í lagi fyrstu mínúturnar en eftir það sá ég líklegast fjörtíu verstu mínútur sem ég hef séð strákana spila. Það var langt frá því leveli sem við viljum vera á og getum verið á. Grótta, sem er með mjög gott lið og marga góða einstaklinga, gekk á lagið og röðuðu inn mörkum. Það er bara lítið hægt að segja eftir svona leik nema biðja stuðningsmenn afsökunar og sjá til þess að þetta muni aldrei endurtaka sig því þetta var afskaplega dapurt," sagði Magnús beint eftir leik.

Magnús er á sínu öðru ári sem aðalþjálfari liðsins og hefur verið hrósað fyrir skemmtilegan fótbolta og fínt gengi. Á dögunum var Magnús orðaður við lið Þórs á Akureyri. Magnús vildi lítið segja og ætlar að fókusera á síðasta leik tímabilsins gegn Fram.

„Lítið verið að spá í því. Hef verið upp á fæðingardeild undanfarna daga og ekki verið að hugsa mikið um framtíðina. Þetta kemur allt saman í ljós á næstunni hvað verður í þessu. Við tökum púlsinn á því eftir tímabilið því það er leikur sem þarf að klára á laugardaginn gegn Fram og hugur minn er allur þar. Þurfum að gera betur þar því þetta var ekki boðlegt í dag" Sagði Magnús Már.

Nánar er rætt við Magnús um leikinn í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í unga leikmenn liðsins sem fengu tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner