Það er mikill missir fyrir Arsenal að Martin Ödegaard, fyrirliði liðsins, er fjarverandi vegna meiðsla.
Þá er Riccardo Calafiori einnig frá vegna meiðsla og Declan Rice í banni. Jorginho og að öllum líkindum Kai Havertz verða á miðjunni í dag gegn Tottenham.
Þetta mun sýna úr hverju menn eru gerðir segir Mikel Arteta.
„Við erum mjög heppnir að vera með marga aðra leikmenn. Þetta er tækifæri, menn verða fyrir meiðslum á tímabilinu, því miður meiddust nokkuð margir í landsleikjunum. Liðið verður að sýna seiglu, breiddina, gæðin og hungur að komast í gegnum vandamál," sagði Arteta.
Athugasemdir