Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. október 2020 12:26
Elvar Geir Magnússon
Sársaukafullt að horfa á Maguire - Hefur stuðning Southgate
Harry Maguire hefur spilað skelfilega illa.
Harry Maguire hefur spilað skelfilega illa.
Mynd: Getty Images
Það gengur ekkert hjá varnarmanninum Harry Maguire, leikmanni Manchester United, um þessar mundir. England tapaði fyrir Danmörku á Wembley í gær en Maguire fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.

Umræður eru uppi um hvort Maguire þurfi á fríi að halda en frammistaða hans að undanförnu hefur verið skelfileg.

„Þetta var frammistaða sem var næstum sársaukafullt að horfa á. Lélegar staðsetningar og barnaleg mistök. Maguire virðist rúinn öllu sjálfstrausti," skrifar Phil McNulty hjá BBC.

Maguire var handtekinn á grískri eyju fyrir mót og það virðist hafa tekið sinn toll á leikmanninum. McNulty segir hann vera orðinn veikan hlekk fyrir land og lið.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að Maguire hafi sinn stuðning.

„Hann er að ganga í gegnum erfiða tíma og á þessum erfiðu tímum þá lærir þú mikið um sjálfan þig. Þú lærir það hverjir standa með þér á þessu erfiðu tímum. Hann mun komast í gegnum þetta og verða betri leikmaður og sterkari manneskja. Við stöndum með honum," segir Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner