Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. október 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gerrard fylgist af áhuga með þróun mála hjá Newcastle
Mynd: Getty Images
Newcastle er í stjóraleit, félagið leitar að eftirmanni Steve Bruce en það stefnir allt í að Bruce verði við stjórnvölinn gegn Tottenham á sunnudag.

Steven Gerrard, stjóri Rangers, er einn þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir kandídatar í starfið hjá Newcastle. Gerrard vildi ekki útiloka það að hann tæki við Newcastle á blaðamannafundi í dag.

„Mér finnst áhugavert það sem er að gerast hjá Newcastle," sagði þessi fyrrum fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins í dag.

„Allir sem tengjast fótboltanum fylgjast með af áhuga, til að sjá hvernig hlutirnir þróast. Frá minni hlið þá tek ég lítinn þátt í getgátum og ég óska Steve Bruce alls hins besta."

„Ég hef mikla virðingu fyrir honum og mun fylgjast með þegar hann stýrir sínum þúsundasta leik á sunnudaginn."

„Ég er hjá stóru starfi hjá stóru félagi og ég er einbeittur á það. Það er toppslagur um helgina og ég er spenntur fyrir þeim leik,"
sagði Gerrard.

Rangers mætir Hearts í skosku úrvalsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner