Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   þri 15. október 2024 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuchel langlíklegastur til að taka við enska landsliðinu
Mynd: EPA
Thomas Tuchel er af veðbönkum talinn langlíklegastur til þess að taka við enska landsliðinu en Lee Carsley stýrir því nú til bráðabirgða.

Carsley er sagður hafa fengið þau skilaboð að hann muni ekki fá starfið. Enska sambandið hefur rætt við umboðsmenn Tuchel sem hefur verið án starfs síðan í maí þegar hann fór frá Bayern Munchen.

Samkvæmt veðbönkum eru Pep Guardiola, Graham Potter, Eddie Howe og svo Lee Carsley á eftir Tuchel í röðinni.

Gareth Southgate var síðasti þjálfari enska landsliðsins en hætti eftir EM í sumar. Tuchel er 51 árs Þjóðverji sem hefur stýrt varaliði Augsburg, Mainz, Dortmund, PSG, Chelsea og Bayern á sínum stjóraferli.
Athugasemdir
banner