Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   þri 15. október 2024 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
U21: Klára undankeppnina með tapi í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Danmörk U21 2 - 0 Ísland U21
1-0 Tochi Chukwuani '32
2-0 Mathias Kvistgaarden '59

Lestu um leikinn: Danmörk U21 2 -  0 Ísland U21

Strákarnir okkar í íslenska U21 landsliðinu heimsóttu Danmörku í lokaumferðinni í undankeppni fyrir EM á næsta ári.

Ísland átti ekki lengur möguleika á að komast á lokamótið eftir óvænt tap á heimavelli gegn Litháen í síðustu viku.

Danir voru sterkari aðilinn í dag þar sem Tochi Chukwuani tók forystuna á 32. mínútu eftir að Anton Logi Lúðvíksson tapaði boltanum klaufalega.

Heimamenn tvöfölduðu forystuna eftir vandræðagang í íslensku vörninni snemma í síðari hálfleik, þar sem Lúkas Petersson og Daníel Freyr Kristjánsson misskildu hvorn annan til að leyfa Mathias Kvistgaarden að skora.

Danir sigldu sigrinum þægilega í höfn eftir annað markið og komust nær því að bæta þriðja markinu við heldur en Íslendingar að minnka muninn.

Lokatölur því 2-0 og endar Ísland með 9 stig úr 8 umferðum. Danir vinna riðilinn og fara beint á EM á meðan Tékkar enda í öðru sæti og fara í umspil.
Athugasemdir
banner
banner
banner