Það fóru ýmsir leikir fram í undankeppni Asíuþjóða fyrir HM 2026 í Norður-Ameríku þar sem Íran og Úsbekistan unnu á heimavelli.
Þjóðirnar eru komnar með 10 stig eftir fjórar umferðir og eru heilum sex stigum á undan næstu þjóðum.
Íranar og Úsbekar sigruðu gegn Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag, sem eru liðin sem verma þriðja og fjórða sæti undanriðilsins. Tvö efstu liðin af sex fara beint á HM.
Japan og Suður-Kórea eiga einnig 10 stig eftir fjórar umferðir, en Japan gerði 1-1 jafntefli við Ástralíu í dag á meðan Kórea sigraði gegn Írak.
Kaoru Mitoma, Takumi Minamino og Takefusa Kubo voru meðal byrjunarliðsmanna hjá Japan á meðan Kim Min-jae og Lee Kang-in voru í byrjunarliði Suður-Kóreu.
Serdar Azmoun skoraði tvennu í sigri Íran.
Japan 1 - 1 Ástralía
Suður-Kórea 3 - 2 Írak
Úsbekistan 1 - 0 Sameinuðu arabísku furstadæmin
Íran 4 - 1 Katar
Kína 2 - 1 Indónesía
Kirgistan 1 - 0 Norður-Kórea
Palestína 2 - 2 Kúveit
Jordanía 4 - 0 Óman
Sádi-Arabía 0 - 0 Barein
Athugasemdir