Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 15. nóvember 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mistök að senda son minn til Englands"
Mynd: Getty Images
Faðir ítalska sóknarmannsins Moise Kean vill fá hann aftur til Ítalíu sem allra fyrst.

Kean, 19 ára, var keyptur til Everton frá Ítalíumeisturum Juventus fyrir 27 milljónir punda.

Kean skoraði sex mörk í 13 deildarleikjum fyrir Juventus á síðustu leiktíð, en hann hefur ekki náð að sýna mikið með Everton til þessa. Hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Faðir hans hefur áhyggjur af stöðu mála.

„Að senda son minn til Englands voru mistök vegna þess að hann er enn ungur. Honum líður ekki vel hjá Everton, mér leist ekki á félagaskiptin," sagði Jean, faðir Moise Kean, við Centro Suono Sport.

„Ég vona að hann geti komið aftur til Ítalíu eins fljótt og mögulegt er. Ég vona að hann fari til Roma, en það mikilvægasta er að hann komi aftur hingað."

Jean virðist ekki kunna vel við Mino Raiola, umboðsmann sóknarmannsins unga.

„Ég hef aldrei hitt hann og ég held að hann vilji ekki hitta mig. Hann og fyrrverandi konan mín vildu fara með hann til Englands. Honum hefur gengið illa að aðlagast hjá Everton. Hann átti að bíða í nokkur ár í viðbót með að fara erlendis."

„Ef það er möguleiki fyrir hann að koma aftur til Ítalíu, þá vona ég að hann geri það."

Talið er að AC Milan og Roma hafi áhuga á Kean og gætu reynt að fá hann á láni í janúar.

Hjá Everton er Moise Kean liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Everton er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir erfiða byrjun.

Kean verður í eldlínunni á morgun með U21 landsliði Ítalíu gegn U21 landsliði Íslands í undankeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner