Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   þri 15. nóvember 2022 23:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Alfons fer yfir tímann hjá Bodö/Glimt: Bað umboðsmanninn að vera ekkert að hringja í mig
Stefnir á topp 5 deild
Þeir pössuðu virkilega upp á mig í öll þessi þrjú ár, leyfðu mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og ég er virkilega þakklátur fyrir það
Þeir pössuðu virkilega upp á mig í öll þessi þrjú ár, leyfðu mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og ég er virkilega þakklátur fyrir það
Mynd: Bodö/Glimt
Það eru virkilega margir hápunktar. Evrópuævintýrin - Roma leikirnir eru virkilega hátt uppi, það að hafa fengið að spila á Englandi, vinna titilinn tvisvar, komast í bikarúrslit
Það eru virkilega margir hápunktar. Evrópuævintýrin - Roma leikirnir eru virkilega hátt uppi, það að hafa fengið að spila á Englandi, vinna titilinn tvisvar, komast í bikarúrslit
Mynd: Getty Images
Ég var í einstakri stöðu, samningurinn var að klárast og Bodö/Glimt er að spila á flottu leveli akkúrat núna.
Ég var í einstakri stöðu, samningurinn var að klárast og Bodö/Glimt er að spila á flottu leveli akkúrat núna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki búið að taka ákvörðun, en hún verður tekin fljótlega
Það er ekki búið að taka ákvörðun, en hún verður tekin fljótlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekkert grín að gíra sig upp í leik á fjögurra daga fresti og reyna æfa þess á milli
Það er ekkert grín að gíra sig upp í leik á fjögurra daga fresti og reyna æfa þess á milli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mig langar í eina af topp fimm deildunum en við þurfum að sjá hvernig pakka þau félög sem koma inn á borð bjóða upp á
Mig langar í eina af topp fimm deildunum en við þurfum að sjá hvernig pakka þau félög sem koma inn á borð bjóða upp á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér líður þannig að á hverju ári hjá Bodö/Glimt hafi ég bætt nokkrum skrefum við minn leik
Mér líður þannig að á hverju ári hjá Bodö/Glimt hafi ég bætt nokkrum skrefum við minn leik
Mynd: EPA
Síðan bað ég hann bara að vera ekkert að hringja í mig fyrr en bæði tímabilið og landsliðsverkefnið væri búið
Síðan bað ég hann bara að vera ekkert að hringja í mig fyrr en bæði tímabilið og landsliðsverkefnið væri búið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er greinilega það sem hann er búinn að gera
Það er greinilega það sem hann er búinn að gera
Mynd: Guðmundur Svansson
Markmiðið er að eiga tvo góða leiki þar sem við sýnum hörku-hörku frammistöðu
Markmiðið er að eiga tvo góða leiki þar sem við sýnum hörku-hörku frammistöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted gaf það út í síðustu viku að hann væri á förum frá norska félaginu Bodö/Glimt eftir tímabilið. Hann spilaði svo sinn lokaleik fyrir félagið þegar Bodö lagði Strömsgodset á sunnudag.

Landsliðsbakvörðurinn kom til norska félagsins fyrir tímabilið 2020 og varð meistari með liðinu tvö fyrstu tímabilin sín með liðinu. Í ár endaði liðið svo í öðru sæti deildarinnar. Alfons var lykilmaður liðsins öll þrjú tímabilin, í ár byrjaði hann alla 30 deildarleiki liðsins og spilaði alltaf nema þrisvar allar níutíu mínúturnar. Hann missti einungis af tveimur deildarleikjum á árunum þremur og byrjaði fyrir utan þá tvo leiki alla leikina nema einn.

Vill prófa nýja hluti
Fótbolti.net hefur nokkrum sinnum á þessu ári spurt Alfons út í hans framtíð. Hann hafði þar til í síðustu viku haldið öllum möguleikum opnum. Var erfitt að taka þessa ákvörðun?

„Allan tímann var Bodö/Glimt valkostur. Það var ekki fyrr en síðustu tvær vikurnar á tímabilinu þar sem ég ákvað að það væri best fyrir mig og Bodö/Glimt að fá lokaákvörðun. Bæði til þess að þeir fengju góðan tíma til að finna einhvern flottan mann í staðinn og að ég gæti lokað þessum kafla. Ég tók þá ákvörðun að framlengja ekki samninginn," sagði Alfons við Fótbolta.net í dag.

„Þetta eru búin að vera þrjú frábær ár og ég er búinn að læra eitthvað nýtt á hverju ári. Ég var í einstakri stöðu, samningurinn var að klárast og Bodö/Glimt er að spila á flottu leveli akkúrat núna."

„Stærsti þátturinn í ákvörðuninni var sá að það væri gaman að fara eitthvert nýtt og halda áfram að þróa mig, sjá hvort ég gæti lært eitthvað meira á öðrum stað."


Eitthvað heyrðist af því að Bodö/Glimt væri tilbúið að gera Alfons einn af fyrirliðum liðsins ef hann yrði áfram.

„Bodö er með fyrirliðahóp sem stendur af fleirum en einum, tveimur, þremur leikmönnum. Ég held að yfir tímabilið hafi fimm mismunandi leikmenn verið fyrirliðar. Ég hefði orðið partur af þeim hóp en það var enginn hluti af samningsviðræðunum, ekki hent fram sem einhverri gulrót. Þeir eru bara með það prinsipp að þeir sem eru í þeim hópi séu með meira en eitt ár eftir af samningi."

Langar í eina af topp fimm deildunum
Veistu hvert næsta skref er?

„Nei, ég er ekki búinn að ákveða það. Ég spjallaði við umboðsmanninn fyrir tveimur vikum, rétt áður en við tilkynntum klúbbnum að við ætluðum ekki að framlengja. Þá fékk ég ágætis mynd af því hvernig áhuginn væri og það voru einhverjir möguleikar komnir inn á borð. Síðan bað ég hann bara að vera ekkert að hringja í mig fyrr en bæði tímabilið og landsliðsverkefnið væri búið, af því mig langaði að hafa einbeitinguna á því."

„Við ætlum að setjast niður í næstu viku eða þarnæstu og fara yfir möguleikana. Það er ekki búið að taka ákvörðun, en hún verður tekin fljótlega."


Hvert langar þig að næsta skref verði, hvert stefniru?

„Ég stefni inn á meginlandið, fyrst og fremst. Hvaða deild það verður, það skiptir ekki öllu máli. Þetta verður að vera klúbbur sem hentar mér, spilar fótbolta sem ég passa inn í og hefur ákveðinn metnað í að þróa leikmenn. Mig langar í eina af topp fimm deildunum en við þurfum að sjá hvernig pakka þau félög sem koma inn á borð bjóða upp á."

Leiðinlegt og spennandi á sama tíma
Að spila lokaleikina með Bodö, eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara, hvernig var það?

„Þetta var smá 'emotional'. Fótbolti er skítinn á þann hátt að flestir eru alltaf að stefna aðeins hærra. Þegar það kemur að því þá er það helvíti leiðinlegt, því maður eignast góða vini, kynnist góðu fólki og svoleiðis. Þetta er leiðinlegt og spennandi á sama tíma."

Var einhver kveðjustund eftir síðasta leikinn?

„Við erum allavega þrír sem erum að yfirgefa félagið núna, í vikunni fórum við strákarnir í liðinu saman út að borða og við fengum heilt yfir skemmtilega viku undir lokin. Eftir síðasta leikinn náði ég að labba að stuðningsmönnum og þakka þeim fyrir. Síðan áttum við skemmtilega stund inn í búningsklefa, á leiðinu út á flugvöll og á hótelinu. Síðasta vikan var ein löng kveðjustund."

Markið gegn AZ hápunkturinn
Titlarnir tveir og Evrópuævintýrið seinni hluta síðasta árs og fyrri hluta þessa árs, eru það hápunktarnir eða kemur eitthvað annað upp í hugann?

„Það eru virkilega margir hápunktar. Evrópuævintýrin - Roma leikirnir eru virkilega hátt uppi, það að hafa fengið að spila á Englandi, vinna titilinn tvisvar, komast í bikarúrslit. Það er erfitt að setja puttana á eitt. En toppurinn var kannski þegar ég skoraði á móti AZ Alkmaar. Það liggur kannski efst, bæði fyrir mig og stuðningsmennina."

„Ég setti boltann í markið og svo fór í gegnum hugann á mér hvort boltinn hefði í alvörunni farið inn, smá sjokk. Síðan hleyp ég út í horn og næsta sem ég man er að við liggjum allir í hrúgu. Eintóm gleði, eitthvað annað gaman. Þetta var á mínútu 104, allir búnir á því, sérstakt augnablik sem ég mun alltaf taka með mér."


Eftir þessar minningar í Evrópuleikjum með Bodö. Horfiru í að fara í félag sem er í Evrópukeppni?

„Það er ekki einhver filter sem set á liðin. En ef það verður þannig að valið stendur á milli tveggja jafnra félaga og annað þeirra er í Evópu, þá er ég búinn að eiga það góðar minningar í Evrópu með Bodö/Glimt að ég held að ég myndi alltaf kjósa það fram yfir eitthvað annað. Það er kannski ekki forgangsmál akkúrat núna."

Svekktur með bikarúrslitaleikinn
Er eitthvað sem þú horfir í sem mestu vonbrigðin?

„Mögulega í aðdraganda bikarúrslitaleiksins í vor. Þá vorum við að mæta liðum sem spila leikkerfið 3-5-2. Við ströggluðum mikið með það kerfi."

„Að hafa ekki náð að sýna betri frammistöðu í bikarúrslitunum var frekar leiðinlegt, að hafa ekki gefið Molde betri leik. Þeir gátu legið djúpt og verið helvíti þægilegir, skoruðu svo úr einni skyndisókn og þá var leikurinn bara búinn. Við vorum frekar 'sloppy' og manni leið eins og við hefðum ekki mætt til leiks. Þegar maður nær því ekki í bikarúrslitaleik þá eru það vonbrigði."


Besta skref sem hann gat tekið
Líður þér eins og þú farir frá félaginu sem miklu betri fótboltamaður?

„Klárlega. Mér líður þannig að á hverju ári hjá Bodö/Glimt hafi ég bætt nokkrum skrefum við minn leik. Vonandi að það haldi áfram hjá næsta félagi. Það væri mjög góð þróun."

Er eitthvað sem þér finnst þú hafa sérstaklega bætt þig í?

„Mér líður eins og ég hafi bætt mig í öllu, en kannski helst hvað leikskilning varðar og sóknarhliðina á leiknum sem bakvörður. Ég hef fengið mikið frjálsræði til að bæta það í mínum leik. Núna í ár, í þessum Evrópuleikjum, þá hefur varnarhliðin, staðsetningar í að verja teiginn og að liggja aðeins dýpra á vellinum, bæst við undanfarna mánuði."

Hversu ánægður ertu með að hafa gengið í raðir Bodö/Glimt árið 2020?

„Ætli það hafi ekki verið besta 'move' sem ég gat gert á þeim tíma. Ég var virkilega heppinn að finna félag sem hentaði mér, bæði sem leikmanni og sem manneskju. Þeir pössuðu virkilega upp á mig í öll þessi þrjú ár, leyfðu mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og ég er virkilega þakklátur fyrir það."

Vill enda árið á sterkum frammistöðum í Eystrasaltsbikarnum
Hann er staddur með landsliðinu sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháen í Eystrasaltsbikarnum á morgun. Hvernig horfir þetta landsliðsverkefni við þér?

„Það væri virkilega gaman að geta endað þetta ár á tveimur sterkum frammistöðum, að sýna að Ísland sé orðið alvöru lið aftur - að við getum mætt og sýnt þjóðinni að það sé gott ár í vændum á næsta ári. Markmiðið er að eiga tvo góða leiki þar sem við sýnum hörku-hörku frammistöðu."

Spilað yfir 60 leiki
Álagið á Alfons hefur verið mikið, eins og fyrr segir spilar hann alla leiki og svo gott sem allar mínútur með liði sínu. Tímabil Bodö/Glimt byrjaði snemma á þessu ári vegna Evrópuleikja. Ertu þreyttur?

„Við vorum að rúlla yfir þetta, ég held að ég sé kominn upp í 61-62 keppnisleiki á þessu ári. Það er virkilega mikið og ofan á það bætast ferðalög, sem eru alls ekki stutt til og frá Bodö. Það koma sveiflur, bæði á líkamann og andlega."

„Það er ekkert grín að gíra sig upp í leik á fjögurra daga fresti og reyna æfa þess á milli. Þetta er búið að vera virkilega langt tímabil en það er fullur fókus á að klára þessa síðustu viku með krafti. Síðan fæ ég virkilega góðan tíma til að slaka aðeins á og ná bæði hausnum og líkamanum á núllpunkt."


Valgeir greip tækifærið
Tveir hægri bakverðir eru í landsliðshópnum fyrir leikina í Eystrasaltsbikarnum. Alfons er annar þeirra og hinn er Valgeir Lunddal Friðriksson sem varð sænskur meistari á þessu tímabili. Alfons var spurður út í Valgeir.

„Það er virkilega vel gert hjá honum að vinna titilinn. Hann átti gott tímabil í ár og fyllilega verðskuldað að hann sé í hópnum hérna hjá okkur. Þetta sýnir að við erum að fá fleiri íslenska leikmenn í fleiri og fleiri stöðum þar sem menn eru að spila og standa sig vel í útlöndum. Ég er ánægður fyrir hönd Valgeirs."

„Já, maður varð var við umfjöllunina. Ég spilaði líka sjálfur í Svíþjóð þannig ég hef alltaf haft auga með boltanum þar. Þetta var skemmtilegt tímabil í Svíþjóð, sænski boltinn í ár var virkilega spennandi."

„Oft er þetta þannig að maður fær kannski ekki sénsinn einu sinni, en oft er fótboltinn þannig að þú færð tækifæri og ef þú grípur það og sýnir nokkrum sinnum í röð að þú sért rétti kosturinn í stöðuna, þá helduru áfram að fá traustið. Það er greinilega það sem Valgeir er búinn að gera,"
sagði Alfons að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner