Fabio Carvalho, leikmaður Liverpool, ætlar ekki að spila fyrir hönd Portúgal í framtíðinni.
Það er útlit fyrir það að hann muni spila fyrir hönd Englands. Hann er búinn að láta portúgalska fótboltasambandið vita að hann vilji ekki lengur spila fyrir portúgalska U21 landsliðið.
Það er útlit fyrir það að hann muni spila fyrir hönd Englands. Hann er búinn að láta portúgalska fótboltasambandið vita að hann vilji ekki lengur spila fyrir portúgalska U21 landsliðið.
Carvalho, sem er tvítugur, fæddist í Lissabon en flutti til London ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var tíu ára gamall.
Í yfirlýsingu á vef portúgalska sambandsins segir að Carvalho hafi látið vita í gegnum SMS að hans hugur sé ekki hjá portúgalska landsliðinu lengur.
Carvalho, sem hefur leikið ellefu leiki fyrir Liverpool á tímabilinu, er bæði búinn að spila með yngri landsliðum Portúgal og Englands. Núna virðist hann vera búinn að taka ákvörðun um að spila fyrir hönd Englendinga.
Athugasemdir