Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   sun 15. desember 2019 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðin á Englandi: Gylfi Þór veikur - Óbreytt lið hjá Ole og Mourinho
Gylfi fjarri góðu gamni vegna veikinda.
Gylfi fjarri góðu gamni vegna veikinda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 hefjast tveir leikir í ensu úrvalsdeildinni. Manchester United fær Everton í heimsókn og Tottenham heimsækir Wolves. Fyrrnefnda viðureignin verður í beinni útsendingu klukkan 14:00 á Síminn Sport.

Manchester United hefur unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum og þar á meðal eru sigrar á Tottenham og Manchester City. Everton vann um síðustu helgi fyrsta leikinn undir stjórn Duncan Ferguson sem tók við sem bráðabirgðastjóri í kjölfar brottreksturs Marco Silva.

Í Wolverhampton mætast stjórarnir: Jose Mourinho hjá Tottenham og Nuno Espiranto Santo, stjóri Wolves. Þeir þekkjast vel því Mourinho þjálfaði Santo þegar hann var leikmaður hjá Porto.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, gerir engar breytingar frá sigrinum á Manchester City fyrir rúmri viku.

Duncan Ferguson gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn Chelsea um síðustu helgi. Yerri Mina, Seamus Coleman, Tom Davies og Bernard koma inn í liðið, Gylfi Þór Sigurðsson er ekki með vegna veikinda.

Jose Mourinho gerir engar breytingar frá sigrinum gegn Burnely í síðustu umferð og Santo gerir ekki heldur neinar breytingar frá 2-2 jafntefinu gegn Brighton.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw, McTominay, Fred, James, Lingard, Rashford, Martial.

(Varamenn: Romero, Tuanzebe, Williams, Young, Andreas, Mata, Greenwood. )

Byrjunarlið Everton: Pickford, Coleman, Holgate, Mina, Kean, Digne, Iwobi, Davies, Bernard, Calvert-Lewin, Richarlison.

(Varamenn: Stekelenburg, Baines, Tosun, Kean, Niasse, Martina, Gordon. )


Byrjunarlið Wolves: Rui Patricio, Doherty, Coady, Saiss, Jonny, Dendoncker, Neves, Moutinho, Traore, Jota, Jimenez.

(Varamenn: Ruddy, Bennett, Neto, Cutrone, Vinagre, Kilman, Ashley-Seal. )

Byrjunarlið Tottenham: Gazzaniga, Aurier, Alderweireld, Sanchez, Dier, Sissoko, Dele, Son, Lucas, Kane.

(Varamenn: Whiteman, Foyth, Sessegnon, Winks, Skipp, Eriksen, Lo Celso. )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner