Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   sun 15. desember 2019 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sevilla tapaði á heimavelli
Sevilla 1 - 2 Villarreal
0-1 Raul Albiol ('13)
1-1 Munir El Haddadi ('62)
1-2 Karl Toko Ekambi ('74)

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í Sevilla í dag þar sem heimamenn töpuðu fyrir Villarreal.

Varnarmaðurinn reyndi Raul Albiol kom gestunum yfir eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik og var staðan 0-1 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Heimamenn skiptu um gír eftir leikhlé og sóttu grimmt að marki gestanna en aðeins eitt skot af sextán hitti rammann. Það var skot Munir El Haddadi sem fór á rammann og endaði í netinu, hann skoraði eftir lága fyrirgjöf frá Sergio Reguilon.

Tólf mínútum síðar gerði Karl Toko Ekambi sigurmarkið eftir frábæran undirbúning frá Manuel Trigueros sem gjörsamlega hakkaði rangstöðutaktík Sevilla í sig með frábæru hlaupi áður en hann renndi knettinum til Ekambi sem skoraði auðveldlega.

Heimamönnum tókst ekki að jafna á lokakaflanum og eru því áfram í þriðja sæti, fjórum stigum eftir toppliði Barcelona.

Villarreal hefur ekki gengið sérlega vel á tímabilinu og var þetta fyrsti sigur liðsins síðan í október. Liðið er í neðri hluta deildarinnar, með 22 stig eftir 17 umferðir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner
banner