Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, lék í dag sinn fyrsta A-landsleik, en hann var í byrjunarliðinu í tapi gegn Furstadæmunum, 1-2.
"Það er náttúrulega bara frábært að fá að spila með þessum gaurum og að spila með A-landsliðinu. Þetta var frábær tilfinning og gaman að geta lagt líka upp mark í fyrsta leik," sagði Andrés í viðtali við KSÍ eftir leik.
"Það er náttúrulega bara frábært að fá að spila með þessum gaurum og að spila með A-landsliðinu. Þetta var frábær tilfinning og gaman að geta lagt líka upp mark í fyrsta leik," sagði Andrés í viðtali við KSÍ eftir leik.
Eins og áður segir var Andrés að leika sinn fyrsta A-landsleik og náði hann að leggja upp mark í honum, en sigur náðist þó ekki í fyrsta leik hjá honum.
"Leikurinn þróaðist ágætlega til að byrja með og við skoruðum náttúrulega mjög snemma, en síðan tóku þeir yfirhöndina og við vorum svolítið bara að verjast þannig að þeir voru svona töluvert betri, allavega í fyrri hálfleik en þetta var síðan aðeins jafnara í seinni."
Athugasemdir