Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 16. janúar 2025 00:14
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmót kvenna: Annar stórsigur hjá Val - Jasmín skoraði tvö
Jasmín skoraði tvö
Jasmín skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 5 - 0 Fylkir
1-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('26 )
2-0 Kolbrá Una Kristinsdóttir ('55 )
3-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('62 )
4-0 Fanndís Friðriksdóttir ('67 , Mark úr víti)
5-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('90 )

Valur vann annan leik sinn í A-riðli Reykjavikurmóts kvenna er liðið mætti Fylki á N1-vellinum á Hlíðarenda í dag.

Valskonur gjörsigruðu KR-inga í fyrsta leiknum, 8-0, og var svipað upp á teningnum í kvöld.

Jasmín Erla Ingadóttir skoraði eina mark Vals í fyrri hálfleiknum og síðan raðaði liðið inn mörkum í þeim síðari.

Kolbrá Una Kristinsdóttir gerði annað markið á 55. mínútu áður en Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir komst á blað sjö mínútum síðar. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu áður en Jasmín gerði annað mark sitt undir lok leiks.

Valur er með fullt hús stiga á toppnum en Fylkir án stiga á botninum þegar bæði lið hafa spilað tvo leiki.
Reykjavíkurmót kvenna - A-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 2 2 0 0 13 - 0 +13 6
2.    Stjarnan/Álftanes 1 1 0 0 7 - 2 +5 3
3.    KR 1 0 0 1 0 - 8 -8 0
4.    Fylkir 2 0 0 2 2 - 12 -10 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner