Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   sun 16. febrúar 2025 23:18
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou til Amorim: Prófaðu þetta í tvo mánuði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ange Postecoglou og Rúben Amorim mættust á hliðarlínunni þegar Tottenham tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham hafði betur, 1-0, en Man Utd var án átta leikmanna vegna meiðsla á meðan það vantaði fimm leikmenn í hópinn hjá Tottenham.

Tottenham hefur verið að glíma við svakaleg meiðslavandræði undanfarna mánuði og hafði verið án um 10 leikmanna í tvo mánuði þegar liðin mættust í dag.

„Það er mikið af vandamálum, starfið mitt hérna er svo erfitt. Vonandi fáum við einhverja til baka úr meiðslum fyrir næsta leik," sagði Amorim að leikslokum, en Postecoglou hafði enga samúð með honum.

„Ef ég skoða skrifstofuna mína þá fékk ég engin samúðarkort frá öðrum þjálfurum. Ég gat séð Rúben á hliðarlínunni í dag, með leikmenn spilandi úr stöðum, krakka á bekknum.... velkominn í minn heim!" sagði Postecoglou.

„En þetta er bara einn leikur. Prófaðu þetta í tvo mánuði."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner