Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Vestri fær öflugan bakvörð frá Svíþjóð (Staðfest)
Mynd: Vestri
Vestri var að styrkja hópinn sinn með sænskum vinstri bakverði sem er með reynslu úr úrvalsdeildunum í Noregi og Svíþjóð.

Sá heitir Anton Kralj og er 26 ára gamall. Hann var lykilmaður í yngri landsliðum Svía þar sem hann spilaði 35 leiki í heildina en tók aldrei stökkið upp í A-landsliðið.

Anton lék á láni hjá GIF Sundsvall í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð og kemur til Vestra á frjálsri sölu frá Hammarby.

Anton á leiki að baki fyrir Hammarby og Degerfors í efstu deild sænska boltans auk þess að hafa spilað fyrir Sandefjord í Noregi.

Anton er sókndjarfur bakvörður og getur einnig spilað á vinstri kanti.

Vestri leikur í Bestu deildinni eftir að hafa sloppið við fall í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner