Það voru þrír leikir að klárast í A-deild Lengjubikarsins núna fyrir stuttri stund.
Í riðli 2 vann Fylkir 1-0 sigur gegn Víkingi Ólafsvík þar sem Hákon Ingi Jónsson skoraði sigurmarkið. Úrslitin þýða að Fylkir er með 11 stig og er í möguleika á að komast áfram í undanúrslitin. Fylkir þarf að treysta á það að KR tapi gegn Þrótti R. á morgun.
Víkingur Ólafsvík er með eitt stig en liðið á eftir einn leik, gegn ÍBV á fimmtudag.
FH tryggði sér sigurinn í Riðli 4 með 2-1 sigri gegn Breiðabliki. Atli Guðnason sá til þess að FH leiddi 1-0 í hálfleik, en á 70. mínútu jafnaði danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen úr vítaspyrnu. Breiðablik þurfti að vinna leikinn, en það var FH sem gerði það. Sigurmarkið skoraði Brandur Hendriksson Olsen á 76. mínútu.
FH vinnur riðilinn með 13 stig og spilar í undanúrslitum, gegn KR eða Fylki. Breiðablik er í öðru sæti með 10 stig.
Í þessum sama riðli gerðu Grótta og Keflavík 1-1 jafntefli. Keflavík endar með átta stig og Grótta með fjögur stig.
Riðill 2
Víkingur Ó. 0 - 1 Fylkir
0-1 Hákon Ingi Jónsson
Riðill 4
Breiðablik 1 - 2 FH
0-1 Atli Guðnason ('27)
1-1 Thomas Mikkelsen ('70, víti)
1-2 Brandur Hendriksson Olsen ('76)
Rautt spjald: Leikmaður Breiðabliks ('82)
Grótta 1 - 1 Keflavík
0-1 Adam Árni Róbertsson ('50)
1-1 Pétur Theódór Árnason ('53)
Athugasemdir