Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. apríl 2023 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool fundaði með umboðsmanni Gravenberch
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá hollenska miðjumanninn Ryan Gravenberch frá Bayern München en þetta segir David Ornstein hjá Athletic.

Gravenberch hefur aðeins fengið 418 mínútur hjá Bayern frá því hann kom frá Ajax á síðasta ári.

Hollendingurinn var einn besti maður Ajax á síðustu leiktíð og hefur þá unnið sér sæti í hollenska landsliðinu.

Liverpool ætlar að leita að ódýrari kostum til að styrkja miðsvæðið í sumar og mun því Jude Bellingham ekki ganga í raðir félagsins frá Borussia Dortmund.

David Ornstein, einn virtasti blaðamaður Bretlandseyja, greinir frá því að Liverpool hafi fundað með umboðsmanni Gravenberch í von um að sannfæra hann um að ganga í raðir félagsins.

Gravenberch, sem er tvítugur, gæti verið falur fyrir um það bil 40 milljónir punda í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner