Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
   fim 21. ágúst 2025 22:16
Snæbjört Pálsdóttir
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan og FH áttust við í nágrannaslag á Samsungvellunum í Garðabæ í kvöld sem endaði með 2-2 jafntefli.

Spurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Guðni Eiríksson þjálfari FH,

„Alltaf svekktur að vinna ekki leik og það eru fyrstu viðbrögð. Að sama skapi bara það sem við áttum skilið í raun úr þessum leik. Það var ekkert meira en þetta og við verðum bara að virða stigið.“ 


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 FH

Aðpurður um þreytu eða spennufall eftir bikarleikinn á laugardaginn svaraði hann 

„Það var ekki spennufall en það var þreyta, bara mikil þreyta, þetta er fjórði leikurinn á tólf dögum og leikurinn á laugardag fór í framlengingu og tók rosalega mikla orku og það sýndi sig í kvöld að það var lítið eftir á tanknum hjá mörgum leikmönnum FH liðsins. Þær sem kláruðu leikinn og spiluðu 90 mínútur þær áttu lítið sem ekkert eftir á tanknum. Þær sem fóru útaf voru síðan algjörlega búnar fyrir utan meiðsli sem var forsenda breytinga í hálfleik.“

FH lenti undir tvívegis í kvöld og sýndi mikinn karakter og jafnaði í bæði skiptin,

„það er einhvern veginn hugarfar leikmanna og mindsettið er á þann veg að liðið getur ekki tapað og þegar við fáum á okkur mark þá er alltaf í kollinum að við séum að fara að skora á móti. Þegar þú ert þannig innstilltur að þú getir ekki tapað leik þá koma lið til baka, þannig það er ekkert sem brýtur okkur niður.“

Athygli vakti á dögunum, þegar í ljós kom að Thelma Karen Pálmadóttir hefur verið undir smásjá ítalska félagsins Roma

„Þó að þessi frétt hafi komið í gær minni mig eða fyrradag þá er hún í raun gömul frétt og það er þónokkuð síðan þetta fór á stað. En á hvaða stigi það er og hvað það leiðir veit ég ekki, það verður bara að koma í ljós. Thelma er bara gríðarlega efnilegur leikmaður og hún mun klárlega fara út í atvinnumennsku, hvenær sem það verður.“

„Það er klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út og þá þarf að vanda valið vel.


Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner