Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
QPR fær 7 milljónir fyrir söluna á Eze
Mynd: EPA
Eberechi Eze er á leið til Arsenal fyrir 67,5 milljónir punda en Championship félagið QPR fær 7 milljónir punda í sinn hlut fyrir félagaskiptin.

Þetta er vegna endursöluákvæðis sem var í kaupsamningi QPR við Crystal Palace þegar kantmaðurinn skipti yfir sumarið 2020. QPR fær 15% af hagnaðinum á sölunni.

Þetta eru kærkomnir peningar fyrir QPR sem endaði aðeins sjö stigum fyrir ofan fallsæti á síðustu leiktíð.

Eze er að gera fimm ára samning við Arsenal og eru stuðningsmenn félagsins gríðarlega spenntir fyrir skiptunum.
Athugasemdir
banner
banner