Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirgefur PSG fyrir gluggalok
Það er ekki pláss fyrir Soler í liðinu hjá PSG.
Það er ekki pláss fyrir Soler í liðinu hjá PSG.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Carlos Soler mun yfirgefa franska stórveldið Paris Saint-Germain fyrir gluggalok. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Leikmaðurinn er með tvö ár eftir af samningi hjá PSG en er falur fyrir um 15 til 20 milljónir evra. Villarreal er talið leiða kapphlaupið en fleiri félög úr spænska boltanum eru áhugasöm.

Soler er 28 ára gamall og kom við sögu í 33 leikjum á láni hjá West Ham United á síðustu leiktíð. Hann er uppalinn hjá Valencia og var lykilmaður hjá félaginu þegar PSG keypti hann fyrir þremur árum.

Soler vill helst leika í enska eða spænska boltanum og er hann bæði til í að fara burt á lánssamningi eða vera seldur. Hann vill gera sitt besta til að eiga möguleika á landsliðssæti í spænska liðinu fyrir HM á næsta ári.

Soler skoraði 4 mörk í 14 landsleikjum fyrir Spán 2021 og 2022 en hefur ekki spilað landsleik síðan Luis de la Fuente tók við þjálfun landsliðsins. Hann var mikilvægur hlekkur í spænska liðinu undir stjórn Luis Enrique, sem er í dag þjálfari hans hjá PSG.
Athugasemdir
banner
banner