Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 21. ágúst 2025 22:44
Ívan Guðjón Baldursson
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari kvennaliðs ÍBV var kátur eftir stórsigur lærimeyja sinna gegn HK í toppslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 HK

Eyjakonur tryggðu sér þar með Lengjudeildartitilinn þó það séu ennþá tvær umferðir eftir af tímabilinu.

Alisson Lowrey hefur verið ótrúlega öflug í sumar og skoraði hún þrennu í 4-1 sigri í kvöld.

„Það er dásamlegt að tryggja sér sigur í deildinni eftir að hafa tryggt okkur veru í Bestu deild á næsta ári. Ég óttaðist þennan leik mjög mikið, fyrst við vorum búnar að tryggja sætið óttaðist ég kæruleysi hjá mínum stúlkum en þær héldu sér á jörðinni og kláruðu þetta verkefni með þvílíkum sóma að maður gengur stoltur frá þessum leik," sagði Jón Óli eftir sigurinn dýrmæta og vonast hann til að halda útlendingunum í Vestmannaeyjum á næsta ári eftir frábæra frammistöðu í sumar.

„Það var aldrei möguleiki að þær færu einhvert annað í glugganum, þær elska Vestmannaeyjar og elska að fara í tuðruferð með okkur. Það er hvergi fallegra og betra að vera en í Vestmannaeyjum. Þær eru orðnar eins og innfæddar."

Markvörðurinn Guðný Geirsdóttir ætlar þá að leggja markmannshanskana á hilluna eftir tímabilið en Jón Óli er, ásamt pabba hennar, að reyna að sannfæra hana um að skipta um skoðun.

„Sko hún hefur ekki sama sjálfræðisaldur og aðrir Íslendingar. Hún verður ekki sjálfráða fyrr en hún verður 35 ára þannig hún hefur ekkert um það að segja hvort hún ætlar í fótbolta eða ekki á næsta ári."

ÍBV hefur aðeins fengið 13 mörk á sig í 16 deildarleikjum og er með 52 mörk í plús.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 18 16 1 1 78 - 15 +63 49
2.    Grindavík/Njarðvík 18 12 2 4 43 - 22 +21 38
3.    HK 18 12 1 5 49 - 29 +20 37
4.    Grótta 18 12 1 5 38 - 25 +13 37
5.    KR 18 9 1 8 45 - 43 +2 28
6.    Haukar 18 7 1 10 28 - 44 -16 22
7.    ÍA 18 6 3 9 26 - 36 -10 21
8.    Keflavík 18 4 4 10 23 - 30 -7 16
9.    Fylkir 18 2 2 14 21 - 58 -37 8
10.    Afturelding 18 2 0 16 12 - 61 -49 6
Athugasemdir