Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
banner
   fim 21. ágúst 2025 22:44
Ívan Guðjón Baldursson
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari kvennaliðs ÍBV var kátur eftir stórsigur lærimeyja sinna gegn HK í toppslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 HK

Eyjakonur tryggðu sér þar með Lengjudeildartitilinn þó það séu ennþá tvær umferðir eftir af tímabilinu.

Alisson Lowrey hefur verið ótrúlega öflug í sumar og skoraði hún þrennu í 4-1 sigri í kvöld.

„Það er dásamlegt að tryggja sér sigur í deildinni eftir að hafa tryggt okkur veru í Bestu deild á næsta ári. Ég óttaðist þennan leik mjög mikið, fyrst við vorum búnar að tryggja sætið óttaðist ég kæruleysi hjá mínum stúlkum en þær héldu sér á jörðinni og kláruðu þetta verkefni með þvílíkum sóma að maður gengur stoltur frá þessum leik," sagði Jón Óli eftir sigurinn dýrmæta og vonast hann til að halda útlendingunum í Vestmannaeyjum á næsta ári eftir frábæra frammistöðu í sumar.

„Það var aldrei möguleiki að þær færu einhvert annað í glugganum, þær elska Vestmannaeyjar og elska að fara í tuðruferð með okkur. Það er hvergi fallegra og betra að vera en í Vestmannaeyjum. Þær eru orðnar eins og innfæddar."

Markvörðurinn Guðný Geirsdóttir ætlar þá að leggja markmannshanskana á hilluna eftir tímabilið en Jón Óli er, ásamt pabba hennar, að reyna að sannfæra hana um að skipta um skoðun.

„Sko hún hefur ekki sama sjálfræðisaldur og aðrir Íslendingar. Hún verður ekki sjálfráða fyrr en hún verður 35 ára þannig hún hefur ekkert um það að segja hvort hún ætlar í fótbolta eða ekki á næsta ári."

ÍBV hefur aðeins fengið 13 mörk á sig í 16 deildarleikjum og er með 52 mörk í plús.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 16 14 1 1 65 - 13 +52 43
2.    HK 16 11 1 4 41 - 24 +17 34
3.    Grindavík/Njarðvík 16 10 2 4 38 - 21 +17 32
4.    Grótta 16 10 1 5 34 - 25 +9 31
5.    KR 16 7 1 8 35 - 40 -5 22
6.    ÍA 16 6 3 7 24 - 29 -5 21
7.    Haukar 16 6 1 9 24 - 37 -13 19
8.    Keflavík 16 4 4 8 23 - 26 -3 16
9.    Fylkir 16 2 2 12 19 - 42 -23 8
10.    Afturelding 16 2 0 14 12 - 58 -46 6
Athugasemdir
banner
banner