Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   fim 21. ágúst 2025 22:44
Ívan Guðjón Baldursson
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari kvennaliðs ÍBV var kátur eftir stórsigur lærimeyja sinna gegn HK í toppslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 HK

Eyjakonur tryggðu sér þar með Lengjudeildartitilinn þó það séu ennþá tvær umferðir eftir af tímabilinu.

Alisson Lowrey hefur verið ótrúlega öflug í sumar og skoraði hún þrennu í 4-1 sigri í kvöld.

„Það er dásamlegt að tryggja sér sigur í deildinni eftir að hafa tryggt okkur veru í Bestu deild á næsta ári. Ég óttaðist þennan leik mjög mikið, fyrst við vorum búnar að tryggja sætið óttaðist ég kæruleysi hjá mínum stúlkum en þær héldu sér á jörðinni og kláruðu þetta verkefni með þvílíkum sóma að maður gengur stoltur frá þessum leik," sagði Jón Óli eftir sigurinn dýrmæta og vonast hann til að halda útlendingunum í Vestmannaeyjum á næsta ári eftir frábæra frammistöðu í sumar.

„Það var aldrei möguleiki að þær færu einhvert annað í glugganum, þær elska Vestmannaeyjar og elska að fara í tuðruferð með okkur. Það er hvergi fallegra og betra að vera en í Vestmannaeyjum. Þær eru orðnar eins og innfæddar."

Markvörðurinn Guðný Geirsdóttir ætlar þá að leggja markmannshanskana á hilluna eftir tímabilið en Jón Óli er, ásamt pabba hennar, að reyna að sannfæra hana um að skipta um skoðun.

„Sko hún hefur ekki sama sjálfræðisaldur og aðrir Íslendingar. Hún verður ekki sjálfráða fyrr en hún verður 35 ára þannig hún hefur ekkert um það að segja hvort hún ætlar í fótbolta eða ekki á næsta ári."

ÍBV hefur aðeins fengið 13 mörk á sig í 16 deildarleikjum og er með 52 mörk í plús.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 18 16 1 1 78 - 15 +63 49
2.    Grindavík/Njarðvík 18 12 2 4 43 - 22 +21 38
3.    HK 18 12 1 5 49 - 29 +20 37
4.    Grótta 18 12 1 5 38 - 25 +13 37
5.    KR 18 9 1 8 45 - 43 +2 28
6.    Haukar 18 7 1 10 28 - 44 -16 22
7.    ÍA 18 6 3 9 26 - 36 -10 21
8.    Keflavík 18 4 4 10 23 - 30 -7 16
9.    Fylkir 18 2 2 14 21 - 58 -37 8
10.    Afturelding 18 2 0 16 12 - 61 -49 6
Athugasemdir
banner
banner