Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaraspáin - Allir spá eins á Bernabeu
Hvað gera Evrópumeistarararnir?
Hvað gera Evrópumeistarararnir?
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Alli Jói og Aron Baldvin spá í leikina.
Alli Jói og Aron Baldvin spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net
Lautaro skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum.
Lautaro skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum.
Mynd: EPA
Átta liða úrslitin í Meistaradeildinni klárast í kvöld. Ríkjandi Evrópumeistarar hafa heldur betur verk að vinna gegn Arsenal þar sem staðan er 3-0 Arsenal í vil eftir fyrri leikinn. Inter leiðir þá með einu marki fyrir heimaleikinn gegn Bayern. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:00 í kvöld.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Ekkert stig fékkst úr leikjunum í gær. Svona spá sérfræðingarnir leikjum kvöldsins:

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson

Inter 1 - 1 Bayern Munchen
Simeone skákar Kompany í þessum leik. Get alveg séð markalausan leik þar sem Inter lokar öllu. En það er leiðinlegt að spá því svo förum í 1-1. Kane og Martínez skora mörkin.

Real Madrid 4 - 0 Arsenal
Spái Real áfram eftir venjulegan leiktíma. Til vara vinna þeir þetta eftir framlengdan leik. Real skorar snemma og þá fer um Arsenalmenn og Real gengur á lagið. Ekki sofa á þessum leik.

Aron Baldvin Þórðarson

Inter 1 - 2 Bayern (Bayern vinnur í vító)
Það er erfitt að finna skemmtilegra sjónvarpsefni en vítaspyrnukeppnir. Fáum svoleiðis í kvöld!

Real Madrid 4 - 0 Arsenal
Real leikmennirnir eru búnir að gera þennan leik spennandi með því að tala stórt fyrir leikinn. Maður verður að halda með því. Það er líka ekkert annað í boði þar sem Sölvi lítur svakalega upp til Ancelotti og er alveg búinn að selja manni að halda með þeim töffara.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn

Inter 2 - 0 Bayern
Þetta verður frekar þægilegt fyrir Inter í kvöld. Það eru meiðsli að hrjá leikmannahóp Bayern. Musiala er meiddur og Neuer er meiddur. Þeir eiga ekki breik, því miður.

Real Madrid 4 - 0 Arsenal
Þetta verður rosaleg endurkoma. Það er svo týpískt Arsenal að klúðra þessu og þeir gera það. Vini og Mbappe verða í öðrum gír í kvöld og svo skorar Bellingham jafnvel líka. Ótrúleg úrslit. Mögulega fer þetta í framlengingu en ég held jafnvel ekki.

Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 16
Aron Baldvin - 18
Fótbolti.net - 18
Athugasemdir
banner
banner