Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 16. maí 2021 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið sem var tekið af West Brom áður en Alisson skoraði
Liverpool lagði West Brom að velli í frábærum fótboltaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Markvörðurinn Alisson skoraði sigurmark Liverpool í uppbótartíma með skalla eftir horn.

Trent Alexander-Arnold tók hornspyrnu sem Alisson skallaði í markið. Hann er fyrsti markvörðurinn til að skora mark fyrir Liverpool í keppnisleik frá því félagið var stofnað 1892.

Staðan hefði getað verið önnur á þeim tímapunkti því fyrr í seinni hálfleiknum, nánar tiltekið á 71. mínútu, var mark tekið af West Brom á umdeildan hátt.

Kyle Bartley skoraði en dómarinn - Mike Dean - mat það þannig að Matt Phillips hefði verið rangstæður og skyggt á sýn Alisson í marki Liverpool. Það eru ekki allir sammála þessu, eins og gengur og gerist.

Hægt er að sjá markið með því að smella hérna. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, lýsti leiknum á Sky og hann sagði að hann hefði orðið pirraður ef hann væri leikmaður West Brom.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Liverpool sem er núna einu stigi frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir