mán 16. maí 2022 21:23 |
|
Besta deildin: Blikar kláruđu Íslandsmeistarana í seinni hálfleik - Fyrsti sigur Fram
Ţađ var mikiđ um ađ vera í Bestu-deild karla í kvöld. Breiđablik rúllađi yfir Íslandsmeistaraliđ Víkings í síđari hálfleik og unnu góđan 3-0 sigur á međan Fram sótti fyrsta sigur sinn í sumar er liđiđ vann Leikni, 2-1. Ţorsteinn Már Ragnarsson, sem skipti úr Stjörnunni yfir í KR undir lok gluggans, var ţá hetja KR gegn Keflavík.
Breiđablik er áfram međ fullt hús stiga eftir 3-0 sigur á Víkingum en fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og var lítiđ um hćttuleg fćri.
Ţađ fćrđist meira fjör í leikinn í síđari hálfleik og skiptust liđin á fćrum áđur en Ísak Snćr Ţorvaldsson gerđi fyrsta markiđ fyrir Blika. Jason Dađi Svanţórsson lyfti ţá boltanum yfir Ingvar Jónsson í markinu. Ísak fór í kapphlaup viđ Karl Friđleif Gunnarsson, sem hafnađi á stönginni og felldi Oliver Ekroth í leiđinni og fékk Ísak ţví greiđa leiđ ađ markinu áđur en hann skorađi.
Kyle McLagan kom sér í dauđafćri á 69. mínútu eftir hornspyrnu en skalli hans fór langt yfir markiđ. Ţremur mínútum síđar refsuđu Blikar međ öđru marki. Anton Ari Einarsson, markvörđur Blika, átti langan bolta fram og Viktor Örlygur Andrason ćtlađi ađ skalla til baka en Ingvar var kominn út úr markinu og ţví einhver misskiliningur á ferđ. Ţađ endađi međ ţví ađ Jason Dađi fékk boltann og einn fyrir opnu marki og klárađi örugglega.
Blikar gengu á lagiđ og bćttu viđ ţriđja markinu á 76. mínútu. Ţeir fengu ađ spila sambabolta fyrir framan teig Víkinga áđur en Jason Dađi lagđi boltann fyrir Kristin Steindórsson. Hann átti svo ekki í vandrćđum međ ađ skora.
Kristall Máni Ingason, leikmađur Víkings, fékk ađ líta rauđa spjaldiđ undir lok leiks fyrir ađ gefa Davíđ Ingvarssyni olnbogaskot og réttilega sendur í sturtu. Lokatölur 3-0 fyrir Blika sem eru á toppnum međ 18 stig á međan Víkingur er í 6. sćti međ 10 stig.
Ţorsteinn Már hetjan í Vesturbć
KR-ingar unnu Kelavík 1-0 á Meistaravöllum. Fyrri hálfleikurinn var líflegur og fengu bćđi liđ tćkifćri til ađ skora. Stefán Árni Geirsson skaut framhjá úr dauđafćri á 10, mínútu áđur en Adam Ćgir Pálsson átti skot í stöng fyrir Keflavík stuttu síđar.
Beitir Ólafsson, markvörđur KR, var ţá heppinn ađ sleppa viđ rautt spjald eftir hálftímaleik er hann straujađi leikmann Keflavíkur sem var sloppinn í gegn.
Ţorsteinn Már Ragnarsson, sem kom til KR undir lok gluggans, reyndist hetja liđsins. Hann kom inná sem varamađur á 61. mínútu og sex mínútum síđar gerđi hann sigurmarkiđ. Hallur Hansson átti fyrirgjöf sem Ţorsteinn stangađi í netiđ.
Helgi Ţór Jónsson fékk tćkifćri til ađ jafna ţegar átta mínútur voru eftir en skot hans fór framhjá. Lokatölur 1-0 fyrir KR sem er í 5. sćti međ 10 stig en Keflavík í 10. sćti međ 4 stig.
Fyrsti sigur Fram
Fram náđi í fyrsta sigur sinn í Bestu deildinni er liđiđ lagđi Leikni, 2-1, á Domusnova vellinum í Breiđholti.
Fred Saraiva gerđi fyrsta markiđ á 11. mínútu. Hann fór framhjá Degi Austmann áđur en hann skilađi boltanum í markiđ.
Róbert Hauksson kom sér í dauđafćri á 24. mínútu er hann komst einng gegn Ólafi Íshólm í markinu en skot hans fór beint á markvörđinn.
Leiknismenn jöfnuđu leikinn og ekki var ţađ sjálfsmark í ţetta sinn. Emil Berger gerđi ţađ eftir sendingu frá Maciej Makuszewski á 64. mínútu.
Guđmundur Magnússon, sem hefur veriđ heitur í byrjun tímabils, sá til ţess ađ Framarar nćđu í fyrsta sigur sumarsins. Hann fékk boltann vinstra megin í teignum og klárađi međ snyrtilegri afgreiđslu.
Róbert fékk aftur dauđafćri til ađ skora fyrir Leikni undir lok leiks en aftur sá Ólafur viđ honum í markinu. Lokatölur 2-1 fyrir Fram sem er nú međ 5 stig í 8. sćti en Leiknir í neđsta sćti međ 2 stig.
Úrslit og markaskorarar:
Leiknir R. 1 - 2 Fram
0-1 Frederico Bello Saraiva ('11 )
1-1 Henrik Emil Hahne Berger ('64 )
1-2 Guđmundur Magnússon ('72 )
Lestu um leikinn
KR 1 - 0 Keflavík
1-0 Ţorsteinn Már Ragnarsson ('67 )
Lestu um leikinn
Víkingur R. 0 - 3 Breiđablik
0-1 Ísak Snćr Ţorvaldsson ('56 )
0-2 Jason Dađi Svanţórsson ('72 )
0-3 Kristinn Steindórsson ('76 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir