Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 16. maí 2022 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í seinni hálfleik - Fyrsti sigur Fram
Ísak Snær skoraði enn og aftur og átti þátt í stórsigri gegn Víkingum
Ísak Snær skoraði enn og aftur og átti þátt í stórsigri gegn Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar unnu Blika
KR-ingar unnu Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon skoraði sigurmark Framara
Guðmundur Magnússon skoraði sigurmark Framara
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var mikið um að vera í Bestu-deild karla í kvöld. Breiðablik rúllaði yfir Íslandsmeistaralið Víkings í síðari hálfleik og unnu góðan 3-0 sigur á meðan Fram sótti fyrsta sigur sinn í sumar er liðið vann Leikni, 2-1. Þorsteinn Már Ragnarsson, sem skipti úr Stjörnunni yfir í KR undir lok gluggans, var þá hetja KR gegn Keflavík.

Breiðablik er áfram með fullt hús stiga eftir 3-0 sigur á Víkingum en fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og var lítið um hættuleg færi.

Það færðist meira fjör í leikinn í síðari hálfleik og skiptust liðin á færum áður en Ísak Snær Þorvaldsson gerði fyrsta markið fyrir Blika. Jason Daði Svanþórsson lyfti þá boltanum yfir Ingvar Jónsson í markinu. Ísak fór í kapphlaup við Karl Friðleif Gunnarsson, sem hafnaði á stönginni og felldi Oliver Ekroth í leiðinni og fékk Ísak því greiða leið að markinu áður en hann skoraði.

Kyle McLagan kom sér í dauðafæri á 69. mínútu eftir hornspyrnu en skalli hans fór langt yfir markið. Þremur mínútum síðar refsuðu Blikar með öðru marki. Anton Ari Einarsson, markvörður Blika, átti langan bolta fram og Viktor Örlygur Andrason ætlaði að skalla til baka en Ingvar var kominn út úr markinu og því einhver misskiliningur á ferð. Það endaði með því að Jason Daði fékk boltann og einn fyrir opnu marki og kláraði örugglega.

Blikar gengu á lagið og bættu við þriðja markinu á 76. mínútu. Þeir fengu að spila sambabolta fyrir framan teig Víkinga áður en Jason Daði lagði boltann fyrir Kristin Steindórsson. Hann átti svo ekki í vandræðum með að skora.

Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot og réttilega sendur í sturtu. Lokatölur 3-0 fyrir Blika sem eru á toppnum með 18 stig á meðan Víkingur er í 6. sæti með 10 stig.

Þorsteinn Már hetjan í Vesturbæ

KR-ingar unnu Kelavík 1-0 á Meistaravöllum. Fyrri hálfleikurinn var líflegur og fengu bæði lið tækifæri til að skora. Stefán Árni Geirsson skaut framhjá úr dauðafæri á 10, mínútu áður en Adam Ægir Pálsson átti skot í stöng fyrir Keflavík stuttu síðar.

Beitir Ólafsson, markvörður KR, var þá heppinn að sleppa við rautt spjald eftir hálftímaleik er hann straujaði leikmann Keflavíkur sem var sloppinn í gegn.

Þorsteinn Már Ragnarsson, sem kom til KR undir lok gluggans, reyndist hetja liðsins. Hann kom inná sem varamaður á 61. mínútu og sex mínútum síðar gerði hann sigurmarkið. Hallur Hansson átti fyrirgjöf sem Þorsteinn stangaði í netið.

Helgi Þór Jónsson fékk tækifæri til að jafna þegar átta mínútur voru eftir en skot hans fór framhjá. Lokatölur 1-0 fyrir KR sem er í 5. sæti með 10 stig en Keflavík í 10. sæti með 4 stig.

Fyrsti sigur Fram

Fram náði í fyrsta sigur sinn í Bestu deildinni er liðið lagði Leikni, 2-1, á Domusnova vellinum í Breiðholti.

Fred Saraiva gerði fyrsta markið á 11. mínútu. Hann fór framhjá Degi Austmann áður en hann skilaði boltanum í markið.

Róbert Hauksson kom sér í dauðafæri á 24. mínútu er hann komst einng gegn Ólafi Íshólm í markinu en skot hans fór beint á markvörðinn.

Leiknismenn jöfnuðu leikinn og ekki var það sjálfsmark í þetta sinn. Emil Berger gerði það eftir sendingu frá Maciej Makuszewski á 64. mínútu.

Guðmundur Magnússon, sem hefur verið heitur í byrjun tímabils, sá til þess að Framarar næðu í fyrsta sigur sumarsins. Hann fékk boltann vinstra megin í teignum og kláraði með snyrtilegri afgreiðslu.

Róbert fékk aftur dauðafæri til að skora fyrir Leikni undir lok leiks en aftur sá Ólafur við honum í markinu. Lokatölur 2-1 fyrir Fram sem er nú með 5 stig í 8. sæti en Leiknir í neðsta sæti með 2 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Leiknir R. 1 - 2 Fram
0-1 Frederico Bello Saraiva ('11 )
1-1 Henrik Emil Hahne Berger ('64 )
1-2 Guðmundur Magnússon ('72 )
Lestu um leikinn

KR 1 - 0 Keflavík
1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson ('67 )
Lestu um leikinn

Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
0-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('56 )
0-2 Jason Daði Svanþórsson ('72 )
0-3 Kristinn Steindórsson ('76 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner