Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
banner
   fim 16. maí 2024 22:51
Sölvi Haraldsson
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður virkilega vel. Við spiluðum mjög vel í dag og unnum geggjaðan sigur.“ sagði Óli Valur Ómarsson, maður leiksins, eftir sigur á KR í bikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Óli telur Stjörnuliðið hafa veirð betri aðilinn í dag og að mörkin gáfu þeim aukið sjálfstraust.

Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik. Við bara héldum áfram að gera það sama í seinni hálfleik. Eina sem breyttist er að boltinn byrjaði að fara inn yfir línuna. Það gaf okkur meira sjálfstraust og við héldum áfram að skora.

Það er ekki langt síðan Stjarnan mætti KR í deildinni en þá tapaði Stjarnan 3-1. Óli telur að eini munurinn á þessum leikjum er að markaskorun Stjörnunnar var mikið betri í kvöld en þá.

Við ætluðum að keyra meira á þá núna en við gerðum á móti þeim seinast. Mér fannst við spila vel seinast á móti KR. Við áttum bara erfitt með að rúlla boltanum yfir línuna en það gekk sannarlega vel í dag.“

Óli er ekki með neinn óskamótherja fyrir 8-liða úrslitin.

Nei, bara hver sem er.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Breiðablik.

Við komum inn í þann leik með sama hugarfar. Við ætlum að keyra á þá og vinna þá.“ sagði Óli Valur að lokum.

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner