Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 16. maí 2024 22:51
Sölvi Haraldsson
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður virkilega vel. Við spiluðum mjög vel í dag og unnum geggjaðan sigur.“ sagði Óli Valur Ómarsson, maður leiksins, eftir sigur á KR í bikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Óli telur Stjörnuliðið hafa veirð betri aðilinn í dag og að mörkin gáfu þeim aukið sjálfstraust.

Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik. Við bara héldum áfram að gera það sama í seinni hálfleik. Eina sem breyttist er að boltinn byrjaði að fara inn yfir línuna. Það gaf okkur meira sjálfstraust og við héldum áfram að skora.

Það er ekki langt síðan Stjarnan mætti KR í deildinni en þá tapaði Stjarnan 3-1. Óli telur að eini munurinn á þessum leikjum er að markaskorun Stjörnunnar var mikið betri í kvöld en þá.

Við ætluðum að keyra meira á þá núna en við gerðum á móti þeim seinast. Mér fannst við spila vel seinast á móti KR. Við áttum bara erfitt með að rúlla boltanum yfir línuna en það gekk sannarlega vel í dag.“

Óli er ekki með neinn óskamótherja fyrir 8-liða úrslitin.

Nei, bara hver sem er.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Breiðablik.

Við komum inn í þann leik með sama hugarfar. Við ætlum að keyra á þá og vinna þá.“ sagði Óli Valur að lokum.

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner