
„Mér líður virkilega vel. Við spiluðum mjög vel í dag og unnum geggjaðan sigur.“ sagði Óli Valur Ómarsson, maður leiksins, eftir sigur á KR í bikarnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 5 - 3 KR
Óli telur Stjörnuliðið hafa veirð betri aðilinn í dag og að mörkin gáfu þeim aukið sjálfstraust.
„Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik. Við bara héldum áfram að gera það sama í seinni hálfleik. Eina sem breyttist er að boltinn byrjaði að fara inn yfir línuna. Það gaf okkur meira sjálfstraust og við héldum áfram að skora.“
Það er ekki langt síðan Stjarnan mætti KR í deildinni en þá tapaði Stjarnan 3-1. Óli telur að eini munurinn á þessum leikjum er að markaskorun Stjörnunnar var mikið betri í kvöld en þá.
„Við ætluðum að keyra meira á þá núna en við gerðum á móti þeim seinast. Mér fannst við spila vel seinast á móti KR. Við áttum bara erfitt með að rúlla boltanum yfir línuna en það gekk sannarlega vel í dag.“
Óli er ekki með neinn óskamótherja fyrir 8-liða úrslitin.
„Nei, bara hver sem er.“
Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Breiðablik.
„Við komum inn í þann leik með sama hugarfar. Við ætlum að keyra á þá og vinna þá.“ sagði Óli Valur að lokum.
Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.