Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. júní 2019 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
Giampaolo hættur hjá Sampdoria (Staðfest) - Tekur við Milan
Mynd: Getty Images
Marco Giampaolo hefur gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Sampdoria síðustu þrjú ár en hefur nú sagt upp störfum.

Giampaolo sagði upp því hann er að taka við AC Milan. Hann samdi um starfslok við Sampdoria og verður staðfestur sem nýr þjálfari Milan í vikunni.

Giampaolo er mikils metinn á Ítalíu og var meðal annars orðaður við Juventus. Maurizio Sarri fékk það starf á endanum.

Giampaolo býr yfir mikilli reynslu úr ítalska boltanum, sérstaklega B-deildinni, og hefur meðal annars stýrt Cagliari, Siena, Catania, Brescia og Empoli. Hann er 51 árs gamall.

Gennaro Gattuso var látinn yfirgefa Milan þar sem hann var ekki talinn rétti maðurinn í starfið. Milan komst þó afar nálægt Meistaradeildarsæti á nýliðnu tímabili en endaði í 5. sæti, sem veitir þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner