Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. júní 2021 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Young í viðræðum við Aston Villa
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að bakvörðurinn þaulreyndi Ashley Young sé í samningsviðræðum við Aston Villa.

Hinn 35 ára gamli Young verður samningslaus í lok mánaðar og hefur neitað tveimur samningstilboðum frá Ítalíumeisturum Inter. Young vill snúa aftur í enska boltann og hafa meðal annars tvö fyrrum félagslið hans sett sig í samband.

Uppeldisfélagið Watford, sem var að koma upp úr Championship deildinni, vill fá Young aftur í sínar raðir eftir rúmlega þrettán ára fjarveru.

Young virðist þó vera á leið til Aston Villa sem hefur fest sig í sessi sem öflugt úrvalsdeildarlið á skömmum tíma. Young lék fyrir Villa í fjögur ár áður en hann hélt til Manchester United.

Young, sem verður 36 ára í júlí, er í viðræðum um eins árs samning með möguleika á eins árs framlengingu.

Inter og Watford hafa einnig boðið Young samning en hann hallast að Aston Villa samkvæmt frétt Sky Sports.

Young mun fá spiltíma hjá Aston Villa þar sem hann væri að fylla í skarð Ahmed Elmohamady og Neil Taylor sem eru farnir. Young getur bæði spilað sem hægri eða vinstri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner