Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   fim 16. júní 2022 23:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Er enn í starfi þó talað sé um að búið sé að reka mig
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var fínn leikur að okkar hálfu, við skoruðum tvö góð mörk í fyrri hálfleik og vorum betra liðið. Þegar leið á seinni hálfleikinn var pínu svekkelsi að við vorum ekki að koma okkur í góðar stöður og vorum ekki að klára sóknirnar og vitum að Blikarnir eru góðir í skiptingum. Síðustu 10-15 mínúturnar féllum við of langt til baka en sýndum sterkan og unnum leikinn. Mér fannst það verðskuldað," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 3 - 2 sigur á Breiðabliki í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Valur komst í 2-0 en Blikar jöfnuðu á 84. mínútu. Hefði honum þótt ósanngjörn niðurstaða ef leikurinn hefði endað 2 - 2?

„Já, mér hefði fundist það. Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik fyrir utan 15 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Það er gott að Patrick skoraði, hann hefur verið töluvert meiddur og frá. Hann kom inn og sýndi að hann er geggjaður framherji."

Deildin hefur verið í löngu landsleikjahléi. Hvernig nýtti Valur sér það?

„Við æfðum vel og töluðum aðeins um þetta og fórum yfir hlutina og hvað þyrfti að gera betur. Mér fannst það skína í gegn í kvöld. Síðast þegar við spiluðum við Breiðablik á þessum velli og unnum þá mjög sanngjarnt 3-1 höfum við spilað tvo leiki við þá og tapað þeim báðum. Vandræðin hafa verið að ná ekki að halda boltanum nógu vel innan liðsins, við gerðum það vel í dag og það skóp þennan sigur."

Heimir hefur verið mikið í umræðunni eftir fjóra tapleiki í röð og sumir hafa fullyrt að hann yrði rekinn og Heimir Hallgrímsson tæki við. Það reyndist á endanum ósatt.

„Ég vinn mína vinnu eins vel og ég get og hef alltaf gert. Þó menn séu að tala um að það sé búið að reka mig og þessi sé að taka við þá er ég ennþá í starfi og meðan ég er ennþá í starfi held ég áfram. Ég er búinn að þjálfa lengi og nenni ekki að vera að spá í hvað er sagt í fjölmiðlum um mig sem þjálfara."


Athugasemdir
banner