Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 16. júní 2022 23:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Er enn í starfi þó talað sé um að búið sé að reka mig
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var fínn leikur að okkar hálfu, við skoruðum tvö góð mörk í fyrri hálfleik og vorum betra liðið. Þegar leið á seinni hálfleikinn var pínu svekkelsi að við vorum ekki að koma okkur í góðar stöður og vorum ekki að klára sóknirnar og vitum að Blikarnir eru góðir í skiptingum. Síðustu 10-15 mínúturnar féllum við of langt til baka en sýndum sterkan og unnum leikinn. Mér fannst það verðskuldað," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 3 - 2 sigur á Breiðabliki í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Valur komst í 2-0 en Blikar jöfnuðu á 84. mínútu. Hefði honum þótt ósanngjörn niðurstaða ef leikurinn hefði endað 2 - 2?

„Já, mér hefði fundist það. Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik fyrir utan 15 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Það er gott að Patrick skoraði, hann hefur verið töluvert meiddur og frá. Hann kom inn og sýndi að hann er geggjaður framherji."

Deildin hefur verið í löngu landsleikjahléi. Hvernig nýtti Valur sér það?

„Við æfðum vel og töluðum aðeins um þetta og fórum yfir hlutina og hvað þyrfti að gera betur. Mér fannst það skína í gegn í kvöld. Síðast þegar við spiluðum við Breiðablik á þessum velli og unnum þá mjög sanngjarnt 3-1 höfum við spilað tvo leiki við þá og tapað þeim báðum. Vandræðin hafa verið að ná ekki að halda boltanum nógu vel innan liðsins, við gerðum það vel í dag og það skóp þennan sigur."

Heimir hefur verið mikið í umræðunni eftir fjóra tapleiki í röð og sumir hafa fullyrt að hann yrði rekinn og Heimir Hallgrímsson tæki við. Það reyndist á endanum ósatt.

„Ég vinn mína vinnu eins vel og ég get og hef alltaf gert. Þó menn séu að tala um að það sé búið að reka mig og þessi sé að taka við þá er ég ennþá í starfi og meðan ég er ennþá í starfi held ég áfram. Ég er búinn að þjálfa lengi og nenni ekki að vera að spá í hvað er sagt í fjölmiðlum um mig sem þjálfara."


Athugasemdir
banner