Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
banner
   fim 16. júní 2022 23:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Er enn í starfi þó talað sé um að búið sé að reka mig
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var fínn leikur að okkar hálfu, við skoruðum tvö góð mörk í fyrri hálfleik og vorum betra liðið. Þegar leið á seinni hálfleikinn var pínu svekkelsi að við vorum ekki að koma okkur í góðar stöður og vorum ekki að klára sóknirnar og vitum að Blikarnir eru góðir í skiptingum. Síðustu 10-15 mínúturnar féllum við of langt til baka en sýndum sterkan og unnum leikinn. Mér fannst það verðskuldað," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 3 - 2 sigur á Breiðabliki í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Valur komst í 2-0 en Blikar jöfnuðu á 84. mínútu. Hefði honum þótt ósanngjörn niðurstaða ef leikurinn hefði endað 2 - 2?

„Já, mér hefði fundist það. Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik fyrir utan 15 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Það er gott að Patrick skoraði, hann hefur verið töluvert meiddur og frá. Hann kom inn og sýndi að hann er geggjaður framherji."

Deildin hefur verið í löngu landsleikjahléi. Hvernig nýtti Valur sér það?

„Við æfðum vel og töluðum aðeins um þetta og fórum yfir hlutina og hvað þyrfti að gera betur. Mér fannst það skína í gegn í kvöld. Síðast þegar við spiluðum við Breiðablik á þessum velli og unnum þá mjög sanngjarnt 3-1 höfum við spilað tvo leiki við þá og tapað þeim báðum. Vandræðin hafa verið að ná ekki að halda boltanum nógu vel innan liðsins, við gerðum það vel í dag og það skóp þennan sigur."

Heimir hefur verið mikið í umræðunni eftir fjóra tapleiki í röð og sumir hafa fullyrt að hann yrði rekinn og Heimir Hallgrímsson tæki við. Það reyndist á endanum ósatt.

„Ég vinn mína vinnu eins vel og ég get og hef alltaf gert. Þó menn séu að tala um að það sé búið að reka mig og þessi sé að taka við þá er ég ennþá í starfi og meðan ég er ennþá í starfi held ég áfram. Ég er búinn að þjálfa lengi og nenni ekki að vera að spá í hvað er sagt í fjölmiðlum um mig sem þjálfara."


Athugasemdir
banner
banner
banner