Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fim 16. júní 2022 23:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Er enn í starfi þó talað sé um að búið sé að reka mig
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var fínn leikur að okkar hálfu, við skoruðum tvö góð mörk í fyrri hálfleik og vorum betra liðið. Þegar leið á seinni hálfleikinn var pínu svekkelsi að við vorum ekki að koma okkur í góðar stöður og vorum ekki að klára sóknirnar og vitum að Blikarnir eru góðir í skiptingum. Síðustu 10-15 mínúturnar féllum við of langt til baka en sýndum sterkan og unnum leikinn. Mér fannst það verðskuldað," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 3 - 2 sigur á Breiðabliki í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Valur komst í 2-0 en Blikar jöfnuðu á 84. mínútu. Hefði honum þótt ósanngjörn niðurstaða ef leikurinn hefði endað 2 - 2?

„Já, mér hefði fundist það. Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik fyrir utan 15 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Það er gott að Patrick skoraði, hann hefur verið töluvert meiddur og frá. Hann kom inn og sýndi að hann er geggjaður framherji."

Deildin hefur verið í löngu landsleikjahléi. Hvernig nýtti Valur sér það?

„Við æfðum vel og töluðum aðeins um þetta og fórum yfir hlutina og hvað þyrfti að gera betur. Mér fannst það skína í gegn í kvöld. Síðast þegar við spiluðum við Breiðablik á þessum velli og unnum þá mjög sanngjarnt 3-1 höfum við spilað tvo leiki við þá og tapað þeim báðum. Vandræðin hafa verið að ná ekki að halda boltanum nógu vel innan liðsins, við gerðum það vel í dag og það skóp þennan sigur."

Heimir hefur verið mikið í umræðunni eftir fjóra tapleiki í röð og sumir hafa fullyrt að hann yrði rekinn og Heimir Hallgrímsson tæki við. Það reyndist á endanum ósatt.

„Ég vinn mína vinnu eins vel og ég get og hef alltaf gert. Þó menn séu að tala um að það sé búið að reka mig og þessi sé að taka við þá er ég ennþá í starfi og meðan ég er ennþá í starfi held ég áfram. Ég er búinn að þjálfa lengi og nenni ekki að vera að spá í hvað er sagt í fjölmiðlum um mig sem þjálfara."


Athugasemdir
banner
banner