Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 16. júní 2022 23:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Er enn í starfi þó talað sé um að búið sé að reka mig
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Heimir ásamt Helga Sigurðssyni aðstoðarmanni sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var fínn leikur að okkar hálfu, við skoruðum tvö góð mörk í fyrri hálfleik og vorum betra liðið. Þegar leið á seinni hálfleikinn var pínu svekkelsi að við vorum ekki að koma okkur í góðar stöður og vorum ekki að klára sóknirnar og vitum að Blikarnir eru góðir í skiptingum. Síðustu 10-15 mínúturnar féllum við of langt til baka en sýndum sterkan og unnum leikinn. Mér fannst það verðskuldað," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 3 - 2 sigur á Breiðabliki í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Valur komst í 2-0 en Blikar jöfnuðu á 84. mínútu. Hefði honum þótt ósanngjörn niðurstaða ef leikurinn hefði endað 2 - 2?

„Já, mér hefði fundist það. Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik fyrir utan 15 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Það er gott að Patrick skoraði, hann hefur verið töluvert meiddur og frá. Hann kom inn og sýndi að hann er geggjaður framherji."

Deildin hefur verið í löngu landsleikjahléi. Hvernig nýtti Valur sér það?

„Við æfðum vel og töluðum aðeins um þetta og fórum yfir hlutina og hvað þyrfti að gera betur. Mér fannst það skína í gegn í kvöld. Síðast þegar við spiluðum við Breiðablik á þessum velli og unnum þá mjög sanngjarnt 3-1 höfum við spilað tvo leiki við þá og tapað þeim báðum. Vandræðin hafa verið að ná ekki að halda boltanum nógu vel innan liðsins, við gerðum það vel í dag og það skóp þennan sigur."

Heimir hefur verið mikið í umræðunni eftir fjóra tapleiki í röð og sumir hafa fullyrt að hann yrði rekinn og Heimir Hallgrímsson tæki við. Það reyndist á endanum ósatt.

„Ég vinn mína vinnu eins vel og ég get og hef alltaf gert. Þó menn séu að tala um að það sé búið að reka mig og þessi sé að taka við þá er ég ennþá í starfi og meðan ég er ennþá í starfi held ég áfram. Ég er búinn að þjálfa lengi og nenni ekki að vera að spá í hvað er sagt í fjölmiðlum um mig sem þjálfara."


Athugasemdir
banner
banner
banner