„Mér fannst við ágætir í fyrri hálfleik, ég vill meina að við höfum skapað okkur færi til að vinna leikinn í fyrri hálfleik. Því miður þá gékk það ekki eftir." sagði Ólafur Jóhannesson eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni í Bestu-deild karla í kvöld.
„Svo svona vorum við orðnir hræddir í restina og fórum að draga okkur of langt til baka sem bara gerist í fótbolta hjá liði sem er kannski ekki með mikið sjálfstraust og á í basli. Fengum það í bakið."
Var ekki svekkjandi að fara í hálfleik bara 2-1 yfir?
„Jújú ég er að segja það, mér fannst við fá færin í fyrri hálfleik til þess að koma okkur í betri stöðu en við skoruðum ekki."
Hvernig nýttuð þið landsleikjahléið?
„Við æfðum vel og hvíldum okkur vel eins og öll lið gerðu."
Að lokum var Óli spurður hvort það væru líkindi á milli núverandi landslið og landsliðið sem Óli stýrði hér á árum áður.
Eftir viðtalið var Óli rekinn frá FH.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir