Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Við höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki og koma okkur áfram
Nik: Við viljum bara góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir leikinn í Danmörku
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   lau 16. júlí 2022 20:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Reynum að vera „pain in the ass" fyrir Blikana
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu FH þegar 13.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína núna í kvöld með eina leik kvöldsins. 

Víkingar höfðu fyrir leikinn unnið síðustu fimm leiki í röð og á því varð enginn breyting í kvöld þegar sá sjötti bættist við en Víkingar höfðu betur með þremur mörkum gegn engu.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Hann var mjög erfiður fyrir okkur. FH gaf okkur mjög góðan leik og mér fannst eini munurinn vera sá að okkar lið er með blússandi sjálfstraust eftir góða sigurgöngu undanfarnar vikur og mánuði á meðan FH-ingarnir skorta aðeins sjálfstraust og þeir hefðu hæglega getað komist í 1-0 og hæglega getað jafnað leikinn ef að það hefði ekki verið fyrir góða vörslu frá Ingvari og við vorum bara að grinda, grinda þennan leik einhvernveginn og náðum að finna ferksleika og karakter til að klára leikinn." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir leikinn.

„Þetta var búið að vera erfitt, við fengum ágætis möguleika í fyrri hálfleik til að gera betur og vorum að reyna fara bakvið vörnina og það vantaði svona síðasta boltann einhvernveginn og lélegar fyrirgjafir en svo kom fyrsta markið og það létti aðeins á mönnum og þá þurftu FH-ingar að koma aðeins framar á völlinn og við það opnaðist aðeins svæði á bakvið vörnina."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings R í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner