Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
   lau 16. júlí 2022 20:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Reynum að vera „pain in the ass" fyrir Blikana
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu FH þegar 13.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína núna í kvöld með eina leik kvöldsins. 

Víkingar höfðu fyrir leikinn unnið síðustu fimm leiki í röð og á því varð enginn breyting í kvöld þegar sá sjötti bættist við en Víkingar höfðu betur með þremur mörkum gegn engu.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Hann var mjög erfiður fyrir okkur. FH gaf okkur mjög góðan leik og mér fannst eini munurinn vera sá að okkar lið er með blússandi sjálfstraust eftir góða sigurgöngu undanfarnar vikur og mánuði á meðan FH-ingarnir skorta aðeins sjálfstraust og þeir hefðu hæglega getað komist í 1-0 og hæglega getað jafnað leikinn ef að það hefði ekki verið fyrir góða vörslu frá Ingvari og við vorum bara að grinda, grinda þennan leik einhvernveginn og náðum að finna ferksleika og karakter til að klára leikinn." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir leikinn.

„Þetta var búið að vera erfitt, við fengum ágætis möguleika í fyrri hálfleik til að gera betur og vorum að reyna fara bakvið vörnina og það vantaði svona síðasta boltann einhvernveginn og lélegar fyrirgjafir en svo kom fyrsta markið og það létti aðeins á mönnum og þá þurftu FH-ingar að koma aðeins framar á völlinn og við það opnaðist aðeins svæði á bakvið vörnina."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings R í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner