Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   sun 16. ágúst 2020 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Sevilla í úrslit en Man Utd í stutt sumarfrí
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Sevilla 2 - 1 Manchester Utd
0-1 Bruno Fernandes ('9 , víti)
1-1 Suso ('26 )
2-1 Luuk de Jong ('78 )

Sevilla er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir endurkomusigur gegn Manchester United í Köln í Þýskalandi.

Man Utd fékk sína 22. vítaspyrnu á tímabilinu snemma leiks þegar brotið var á Marcus Rashford innan teigs. Bruno Fernandes fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi.

Sevilla vann sig hægt og bítandi inn í leikinn eftir mark Fernandes og þeir jöfnuðu metin á 26. mínútu þegar fyrrum Liverpool maðurinn Suso skoraði eftir fallega sókn.

Staðan var jöfn þegar liðin gengu til búningsklefa. Í byrjun seinni hálfleiks sótti Man Utd stanslaust en markvörður Sevilla, Bono, var í miklum ham. Man Utd átti eftir að sjá eftir því að hafa ekki nýtt færin því Sevilla skoraði og komst yfir á 78. mínútu. Luuk de Jong skoraði þá eftir fyrirgjöf Jesus Navas.

Varnarmenn Man Utd voru sofandi í báðum mörkum og fyrir það var þeim refsað.

Man Utd náði ekki að ógna neitt eftir markið og lokatölur 2-1 fyrir Sevilla sem er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og mun þar mæta annað hvort Inter eða Shakhtar Donetsk. Manchester United hins vegar er komið í stutt sumarfrí. Liðið féll úr leik í undanúrslitunum í þremur keppnum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner