Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 14. maí 2024 20:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svekkjandi að tapa og detta út. Við ætluðum að komast í 8 liða úrslitin í dag og mér fannst frammistaðan hjá okkur vera góð. Klaufaleg mörk sem við fáum á okkur. Í fyrsta markinu er boltanum sparkað af markmanni yfir allan pakkann hjá okkur og í kjölfarið verður samskiptaleysi í öftustu línu og Ingimar nær að pikka honum í netið. Annað markið er líka frekar tilviljanakennt. Ég er ánægður með frammistöðuna fyrir utan þessi mörk. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist út í þeim seinni og hefði getað dottið báðum meginn." Segir Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-0 tap gegn Þórsurum í bikarnum

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Þór

„Við áttum að fara inn í hálfleikinn með forystu, mér fannst við töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en svo jafnast þetta út í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta jafn leikur og erfitt að segja hvort þetta sé sanngjarnt eða ekki."

Fjölnir náði ágætis köflum í leiknum en þó án þess að skapa sér neinn urmull af afgerandi marktækifærum.

Við vorum að skapa okkur fullt af stöðum en náðum ekki að gera færi úr því. í fyrri hálfleik fengum við samt færi til að skora og við erum svekktir með 0-0 í hálfleik. Frammistaðan var góð og gott að fá mínútur í menn sem hafa verið frá vegna meiðsla."

Fjölnir er nú úr leik í bikarnum og ljóst er að það verður ekkert bikarævintýri í Grafarvogi á þessu ári.

„Við höfum tvisvar komist í bikarúrslit (2007 og 2008). Við ætluðum að tryggja okkur annan bikarleik í dag, það hefði verið gaman að fara áfram og geta farið í undanúrslit með einum sigri í viðbót. Það getur allt gerst í þessu en við erum bara dottnir út."

Fjölnismenn hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Lengjudeildinni og næst á dagskrá er útileikur gegn Dalvík.

„Það er 100% stefnan að vinna þar. Það er stutt á milli leikja hjá okkur núna. Við ætlum að sækja þriðja sigurinn í röð á Dalvík og halda áfram okkar góða gengi"






Athugasemdir
banner
banner