Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   þri 14. maí 2024 20:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svekkjandi að tapa og detta út. Við ætluðum að komast í 8 liða úrslitin í dag og mér fannst frammistaðan hjá okkur vera góð. Klaufaleg mörk sem við fáum á okkur. Í fyrsta markinu er boltanum sparkað af markmanni yfir allan pakkann hjá okkur og í kjölfarið verður samskiptaleysi í öftustu línu og Ingimar nær að pikka honum í netið. Annað markið er líka frekar tilviljanakennt. Ég er ánægður með frammistöðuna fyrir utan þessi mörk. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist út í þeim seinni og hefði getað dottið báðum meginn." Segir Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-0 tap gegn Þórsurum í bikarnum

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Þór

„Við áttum að fara inn í hálfleikinn með forystu, mér fannst við töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en svo jafnast þetta út í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta jafn leikur og erfitt að segja hvort þetta sé sanngjarnt eða ekki."

Fjölnir náði ágætis köflum í leiknum en þó án þess að skapa sér neinn urmull af afgerandi marktækifærum.

Við vorum að skapa okkur fullt af stöðum en náðum ekki að gera færi úr því. í fyrri hálfleik fengum við samt færi til að skora og við erum svekktir með 0-0 í hálfleik. Frammistaðan var góð og gott að fá mínútur í menn sem hafa verið frá vegna meiðsla."

Fjölnir er nú úr leik í bikarnum og ljóst er að það verður ekkert bikarævintýri í Grafarvogi á þessu ári.

„Við höfum tvisvar komist í bikarúrslit (2007 og 2008). Við ætluðum að tryggja okkur annan bikarleik í dag, það hefði verið gaman að fara áfram og geta farið í undanúrslit með einum sigri í viðbót. Það getur allt gerst í þessu en við erum bara dottnir út."

Fjölnismenn hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Lengjudeildinni og næst á dagskrá er útileikur gegn Dalvík.

„Það er 100% stefnan að vinna þar. Það er stutt á milli leikja hjá okkur núna. Við ætlum að sækja þriðja sigurinn í röð á Dalvík og halda áfram okkar góða gengi"






Athugasemdir
banner
banner
banner