Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   þri 14. maí 2024 20:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svekkjandi að tapa og detta út. Við ætluðum að komast í 8 liða úrslitin í dag og mér fannst frammistaðan hjá okkur vera góð. Klaufaleg mörk sem við fáum á okkur. Í fyrsta markinu er boltanum sparkað af markmanni yfir allan pakkann hjá okkur og í kjölfarið verður samskiptaleysi í öftustu línu og Ingimar nær að pikka honum í netið. Annað markið er líka frekar tilviljanakennt. Ég er ánægður með frammistöðuna fyrir utan þessi mörk. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist út í þeim seinni og hefði getað dottið báðum meginn." Segir Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-0 tap gegn Þórsurum í bikarnum

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Þór

„Við áttum að fara inn í hálfleikinn með forystu, mér fannst við töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en svo jafnast þetta út í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta jafn leikur og erfitt að segja hvort þetta sé sanngjarnt eða ekki."

Fjölnir náði ágætis köflum í leiknum en þó án þess að skapa sér neinn urmull af afgerandi marktækifærum.

Við vorum að skapa okkur fullt af stöðum en náðum ekki að gera færi úr því. í fyrri hálfleik fengum við samt færi til að skora og við erum svekktir með 0-0 í hálfleik. Frammistaðan var góð og gott að fá mínútur í menn sem hafa verið frá vegna meiðsla."

Fjölnir er nú úr leik í bikarnum og ljóst er að það verður ekkert bikarævintýri í Grafarvogi á þessu ári.

„Við höfum tvisvar komist í bikarúrslit (2007 og 2008). Við ætluðum að tryggja okkur annan bikarleik í dag, það hefði verið gaman að fara áfram og geta farið í undanúrslit með einum sigri í viðbót. Það getur allt gerst í þessu en við erum bara dottnir út."

Fjölnismenn hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Lengjudeildinni og næst á dagskrá er útileikur gegn Dalvík.

„Það er 100% stefnan að vinna þar. Það er stutt á milli leikja hjá okkur núna. Við ætlum að sækja þriðja sigurinn í röð á Dalvík og halda áfram okkar góða gengi"






Athugasemdir
banner
banner
banner