Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 14. maí 2024 20:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svekkjandi að tapa og detta út. Við ætluðum að komast í 8 liða úrslitin í dag og mér fannst frammistaðan hjá okkur vera góð. Klaufaleg mörk sem við fáum á okkur. Í fyrsta markinu er boltanum sparkað af markmanni yfir allan pakkann hjá okkur og í kjölfarið verður samskiptaleysi í öftustu línu og Ingimar nær að pikka honum í netið. Annað markið er líka frekar tilviljanakennt. Ég er ánægður með frammistöðuna fyrir utan þessi mörk. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist út í þeim seinni og hefði getað dottið báðum meginn." Segir Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-0 tap gegn Þórsurum í bikarnum

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Þór

„Við áttum að fara inn í hálfleikinn með forystu, mér fannst við töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en svo jafnast þetta út í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta jafn leikur og erfitt að segja hvort þetta sé sanngjarnt eða ekki."

Fjölnir náði ágætis köflum í leiknum en þó án þess að skapa sér neinn urmull af afgerandi marktækifærum.

Við vorum að skapa okkur fullt af stöðum en náðum ekki að gera færi úr því. í fyrri hálfleik fengum við samt færi til að skora og við erum svekktir með 0-0 í hálfleik. Frammistaðan var góð og gott að fá mínútur í menn sem hafa verið frá vegna meiðsla."

Fjölnir er nú úr leik í bikarnum og ljóst er að það verður ekkert bikarævintýri í Grafarvogi á þessu ári.

„Við höfum tvisvar komist í bikarúrslit (2007 og 2008). Við ætluðum að tryggja okkur annan bikarleik í dag, það hefði verið gaman að fara áfram og geta farið í undanúrslit með einum sigri í viðbót. Það getur allt gerst í þessu en við erum bara dottnir út."

Fjölnismenn hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Lengjudeildinni og næst á dagskrá er útileikur gegn Dalvík.

„Það er 100% stefnan að vinna þar. Það er stutt á milli leikja hjá okkur núna. Við ætlum að sækja þriðja sigurinn í röð á Dalvík og halda áfram okkar góða gengi"






Athugasemdir
banner
banner