Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 14. maí 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olivier Giroud til Los Angeles FC (Staðfest)
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: EPA
Olivier Giroud mun í sumar ganga í raðir Los Angeles FC í Bandaríkjunum en hann skrifar undir samning við félagið sem gildir til 2025. Þetta var tilkynnt í dag. Félagið er svo með möguleika að framlengja samninginn til 2026.

„Einn öflugasti markaskorari sinnar kynslóðar," segir í tilkynningu frá bandaríska félaginu.

Giroud er orðinn 37 ára gamall en samningur hans við ítalska stórliðið AC Milan rennur út í sumar.

Giroud hefur staðið sig vel á tímabilinu en hann hefur skorað 16 mörk og lagt upp níu fyrir Milan á yfirstandandi leiktíð.

þessi reynslumikli leikmaður hefur spilað 128 leiki fyrir landslið Frakklands og skorað í þeim 56 mörk. Þá hefur hann spilað með liðum á borð við Arsenal og Chelsea en hann hefur verið í röðum AC Milan síðan árið 2021 og staðið sig mjög vel.

Næst á dagskrá hjá honum er að elta sólina til Los Angeles.


Athugasemdir
banner
banner
banner