Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Helvíti hart ef sá sem leiðir þetta áfram væri kominn í einhverja svartsýni"
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur fagnar marki.
Þróttur fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við þurfum að vera skarpari fyrir framan markið'
'Við þurfum að vera skarpari fyrir framan markið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það væri helvíti hart ef sá sem leiðir þetta áfram væri kominn í einhverja svartsýni," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir síðasta leik gegn FH í Bestu deildinni. „Það er bara áfram gakk, það er ekki hægt annað."

Þróttur hefur byrjað erfiðlega í Bestu deildinni í sumar en liðið er aðeins með eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Þróttaraliðið gerði jafntefli gegn Fylki í fyrstu umferð, 1-1, en hafa síðan tapað gegn Val á heimavelli og gegn Þór/KA og FH á útivelli. Liðið fór í Kaplakrika í síðustu umferð og tapaði með flautumarki eftir að hafa átt góða kafla í leiknum.

Þróttur gekk í gegnum miklar breytingar í vetur. Prófessorinn Ólafur Kristjáns mætti í Laugardalinn og tók við liðinu af Nik Chamberlain sem var ráðinn þjálfari Breiðabliks, en Nik hafði starfað sem þjálfari Þróttar frá 2016.

Ólafur var síðast hjá Breiðabliki sem yfirmaður fótboltamála en hann hefur á sínum þjálfaraferli stýrt Fram, Breiðabliki, Nordsjælland, Randers, Esbjerg og FH. Þetta er hans fyrsta starf í kvennaboltanum en byrjunin hefur verið erfið.

Óli telur að spilamennska Þróttar verðskuldi fleiri stig en hann er áfram bjartsýnn þrátt fyrir erfiða byrjun.

„Það eru vonbrigði að vera ekki með fleiri stig en mér finnst spilamennskan, jafn skringilega og einhverjum kann að að finnast það, vera prýðileg og við þurfum að halda fast í það. Svo þurfum við að bæta það sem er að, við þurfum að vera skarpari fyrir framan markið," sagði Óli eftir tapið gegn FH í síðasta leik.

Þróttur mætir Víkingi á morgun en landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir spáir sigri Víkings þar. Ef það verður raunin, þá munu áhyggjurnar aukast í Laugardalnum en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.

þriðjudagur 14. maí
17:30 Valur-Tindastóll (N1-völlurinn Hlíðarenda)
18:00 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
18:00 Þór/KA-Keflavík (Boginn)

miðvikudagur 15. maí
18:00 Þróttur R.-Víkingur R. (AVIS völlurinn)
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Athugasemdir
banner
banner
banner