Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Öll verðlaun Carragher og Neville: Sammála í þrennu
Sammála um að kaupin á Rice séu þau bestu.
Sammála um að kaupin á Rice séu þau bestu.
Mynd: Getty Images
Gary Neville og Jamie Carragher.
Gary Neville og Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Félagarnir Gary Neville og Jamie Carragher voru að venju í miklu stuði á Sky Sports í gærkvöldi.

Þeir völdu lið ársins en þeir tóku einnig upp á því að taka saman ýmis önnur verðlaun fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni.

Þeir völdu meðal annars leikmann ársins en þeir voru ósammála þar. Carragher valdi Phil Foden, leikmann Manchester City, á meðan Neville valdi Martin Ödegaard.

Þeir voru sammála um besta unga leikmanninn en það er Cole Palmer úr Chelsea. Voru þeir einnig sammála um bestu kaupin en það eru kaup Arsenal á Declan Rice frá West Ham fyrir 105 milljónir punda.

Carragher valdi Andoni Iraola, stjóra Bournemouth, sem besta nýliðann á meðan Neville valdi Mohamed Kudus, leikmann West Ham.

Best þjálfaraframmistaðan að mati Carragher var hjá Mikel Arteta á meðan Neville valdi frammistöðu Sean Dyche hjá Everton á móti Liverpool á dögunum. Hann valdi þann leik sérstaklega.

Það lið sem hefur komið mest á óvart að mati Carragher er Aston Villa en Neville valdi Bournemouth. Þeir voru sammála um að Manchester United væri mesta vonbrigðaliðið.

Besti leikur tímabilsins að mati Carragher var 4-4 jafntefli Chelsea og Manchester United á meðan Neville valdi leik Man Utd og Liverpool í bikarnum, en sá leikur endaði 4-3 fyrir United.

Jamie Carragher and Gary Neville 2023/24 end of season awards
byu/mjdaniell insoccer

Athugasemdir
banner
banner