Gylfi Þór Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason hafa bæst í hóp aðalþjálfara hjá Tækniþjálfun og munu sinna því starfi ásamt Ingólfi Sigurðssyni. Tækniþjálfun mun hér eftir bera nafnið Tækniþjálfun Gylfa Sig.
Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem var sett á laggirnar í fyrra. Þar er boðið upp á námskeið, opnar æfingar og einstaklingsþjálfun.
Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem var sett á laggirnar í fyrra. Þar er boðið upp á námskeið, opnar æfingar og einstaklingsþjálfun.
„Tilkoma Gylfa Þórs og Viktors Unnars mun styrkja þjálfunina enn frekar, en markmið okkar er að bjóða upp á framúrskarandi þjálfun þar sem hver leikmaður fær þá athygli sem þarf til að taka framförum," segir í tilkynningu frá Tækniþjálfun.
Gylfi er einn besti fótboltamaður í sögu Íslands en hann spilar í dag með Val í Bestu deildinni eftir að hafa átt langan og glæstan feril erlendis. Spilaði hann lengst af í ensku úrvalsdeildinni með Swansea, Tottenham og Everton.
„Fótboltafólki framtíðar gefst hér einstakt tækifæri til þess að æfa undir stjórn markahæsta leikmanns íslenska landsliðsins frá upphafi. Gylfi Þór er spenntur að miðla reynslu sinni og hjálpa ungum leikmönnum að verða enn betri."
Viktor Unnar fór á sínum tíma út með Gylfa í atvinnumennsku til Reading á Englandi, en hann er í dag þjálfari hjá Val og starfar þar bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki.
„Viktor Unnar, sem lék sem atvinnumaður á yngri árum, hefur á undanförnum árum þjálfað hjá Breiðabliki og Val þar sem hann er leiðandi í þjálfun yngri leikmanna."
Hingað til hefur þjálfunin verið fyrir leikmenn sem eru í 6. flokki og alveg upp í 4. flokk.
Athugasemdir