Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Neville: Höjlund mun ekki ná í allra fremstu röð en gæti orðið Ollie Watkins
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: Getty Images
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, telur að Rasmus Höjlund muni ekki ná í fremstu röð og það yrði gott fyrir hann að verða annar sóknarmaður Manchester United.

Höjlund hefur átt kaflaskipt tímabil, byrjaði hægt en skoraði sjö mörk í sex úrvalsdeildarleikjum. Hann hefur hinsvegar aðeins skorað eitt mark síðan.

Höjlund, sem er 21 árs, hefur lent í meiðslavandræðum og ekki náð að standa undir væntingum síðan hann var keyptur á 72 milljónir punda.

„Það þarf að sýna þessum strák þolinmæði. Hann er ekki að fara að verða nýr Erling Haaland eða Sergio Aguero, einn af þeim bestu í sögu deildarinnar. Ég horfi til Ollie Watkins hjá Aston Villa, hann getur orðið eins og hann. Ég held að hann geti náð 20 mörkum," segir Neville.

„Það hefði verið best ef hann hefði verið sóknarmaður númer tvö á tímabilinu. Hann væri í lærdómsferli. Ef Harry Kane hefði verið keyptur og Höjlund væri að læra af honum núna eða spila með honum þá værum við að horfa á allt annan leikmann."

„Hann er 21 árs gamall og það þarf að fínpússa hann. Hann er á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hann minnir mig á Darwin Nunez (Liverpool) og Nicolas Jackson (Chelsea). Þeir eru verkefni í mótun. Hjá Manchester United er hann hinsvegar eini sóknarmaðurinn."

„Ef við berum hann saman við Nunez og Jackson er Höjlund að nýta færin betur. Hann er bara með 7,4 í xG á meðan þeir eru með 16,3 og 17. Hann er að fá lélega þjónustu, miklu verri þjónustu en hinir tveir."
Athugasemdir
banner
banner
banner