banner
   þri 16. ágúst 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michael Edwards hafnaði tilboði frá Chelsea
Michael Edwards með Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.
Michael Edwards með Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.
Mynd: Liverpool.com
Michael Edwards hefur hafnað starfstilboði frá Chelsea en þetta kemur fram hjá The Athletic.

Edwards er nýverið hættur störfum hjá Liverpool þar sem hann gegndi mikilvægu hlutverki í leikmannamálum og öðru. Það má færa rök fyrir því að hann sé ekki búinn að vera síður mikilvægur en Jurgen Klopp í árangri liðsins síðustu ár.

Edwards var ráðinn til starfa hjá Liverpool árið 2011 og var þá yfirmaður á greiningarsviði félagsins en vann sig upp hjá félaginu og var gerður að yfirmanni íþróttamála nokkrum árum síðar.

Chelsea vildi ráða Edwards í stórt starf innan félagsins en hann hafnaði því.

Edwards er ekki tilbúinn að snúa aftur strax. Hann ætlar að taka sér frí um gott skeið eftir að hafa lagt á sig mikla vinnu um langt skeið fyrir Liverpool.

Chelsea þarf því að finna annan aðila sem mun aðstoða Thomas Tuchel, stjóra liðsins, við að móta leikmannahópinn.

Sjá einnig:
Michael Edwards; tölfræðinördinn sem breytti Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner