Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2019 16:51
Elvar Geir Magnússon
Heskey: Húðliturinn hjálpaði Lampard og Gerrard
Emile Heskey.
Emile Heskey.
Mynd: Getty Images
Emile Heskey telur að það hafi hjálpað Frank Lampard og Steven Gerrard að fá stjórastörf hjá stórliðum vegna „húðlitar þeirra".

Lampard er stjóri Chelsea eftir eitt tímabil með Derby og Gerrard stýrir skoska stórliðinu Rangers.

Heskey, sem varð fyrir kynþáttafordómum á leikmannaferli sínum, segist hafa áhyggjur af því hversu fáir hörundsdökkir stjórar séu að starfa í fremstu röð.

„Ég get ekki svarað því af hverju svartir einstaklingar þurfa að byrja á botninum á meðan aðrir geta strax fengið störf. Ég er 100% á því að húðliturinn hafi hjálpað í tilfellum eins og hjá Lampard og Gerrard," segir Heskey

Heskey nefnir Sol Campbell og Ashley Cole sem dæmi um menn sem hefðu getað fengið stærri tækifæri.

Heskey spilaði á sínum tíma 62 landsleiki og lék meðal annars fyrir Liverpool þar sem hann vann meðal annars deildabikarinn, FA-bikarinn og Evrópubikarinn.

Hann vill nú láta til sín taka í þjálfun en segir að tækifærin séu ekki mörg.

„Allir segja bara 'farðu og náðu þér í réttindi'. Við erum með landsliðsþjálfara sem starfaði í ensku úrvalsdeildinni (með Middlesbrough) án réttinda. Ég er að mennta mig í þjálfun en hef á tilfinningunni að það sé hugsun í gangi um að svartir þjálfarar séu ekki eins hæfir," segir Heskey.
Athugasemdir
banner
banner