Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 16. september 2020 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Draxler bjargaði PSG sem fékk enn eitt rauða spjaldið
Draxler skoraði sigurmarkið í kvöld.
Draxler skoraði sigurmarkið í kvöld.
Mynd: Getty Images
PSG 1 - 0 Metz
1-0 Julian Draxler ('90+3)
Rautt spjald: Abdou Diallo, PSG ('65 )

PSG lék í dag sinn þriðja leik í Ligue 1 á þessari leiktíð. Liðið var án stiga eftir tvö 0-1 töp í fyrstu leikjum tímabilsins.

Í síðasta leik fengu þeir Leandro Paredes, Neymar og Layvin Kurzawa rauða spjaldið og léku því ekki með í dag. Þá var Kylian Mbappe fjarri góðu gamni.

Metz var einnig stigalaust fyrir leik kvöldsins og stefndi allt í 0-0 jafntefli þegar Julian Draxler skoraði sigurmarkið þegar hann skallaði frákast í netið á þriðju mínútu uppbótartíma og kom fyrsta sigrinum í hús fyrir PSG.

Á 65. mínútu fékk Abdou Diallo að líta rauða spjaldið hjá PSG, Parísarmenn orðnir vanir því að sjá rautt. PSG mætir næst Nice á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner