mið 16. september 2020 09:06
Magnús Már Einarsson
Skiptir Tottenham á Alli og Bale?
Powerade
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Thomas Partey
Thomas Partey
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er lentur en þar er farið yfir kjaftasögur dagsins í ensku blöðunum. BBC tók saman.



Tottenham gæti látið Dele Alli (24) fara til Real Madrid til að landa Gareth Bale (31). (Mail)

Everton gæti hlustað á tilboð í nokkra leikmenn sína, þar á meðal Theo Walcott (31), Alex Iwobi (24) og Moise Kean (20). (Mirror)

Nýr þriggja ára samningur Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal er andvirði 55 milljóna punda. (Times)

Arsenal ætlar að fá fleiri leikmenn í sínar raðir en Thomas Partey (27) hjá Atletico Madrid og Houssem Aouar (22) hjá Lyon eru á óskalistanum. (Mirror)

Bayern Munchen ætlar að reyna að fá Callum Hudson-Odoi (19) frá Chelsea. (Mail)

Barcelona hefur sagt að félagið verði að selja til að geta fengið Memphis Depay (26) í sínar raðir frá Lyon. (Fox Sports)

Barcelona ætlar að reyna að fá Erik Garcia (19) varnarmann Manchester City í sínar raðir ef félagið nær að selja Samuel Umtiti (26) eða Jean-Clair Todibo (20). (Mail)

Juventus hefur áhyggjur af því að félagið nái ekki að landa Luis Suarez (33) framherja Barcelona þar sem langan tíma tekur fyrir hann að fá ítalskt vegabréf. (Goal)

Chelsea er að færast nær því að fá markvörðinn Edouard Mendy (28) frá Rennes. (Star)

Inter vill fá bakvörðinn Emerson Palmieri (26) frá Chelsea en West Ham vill líka fá hann á láni. (Independent)

Eigendur West Ham hafa hafnað 400 milljóna punda yfirtökutilboði frá bandarískum fjárfestum. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner