Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 16. september 2023 17:17
Brynjar Ingi Erluson
„Besta tilfinning sem ég hef einhvern tímann fundið“
Árni Salvar Heimisson
Árni Salvar Heimisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Salvar Heimisson, leikmaður ÍA, var tilfinningaríkur eftir að hann varð Lengjudeildarmeistari með liðinu á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

Árni, sem er tvítugur, spilaði tólf leiki með Skagamönnum í sumar og vann sig inn í liðið á miðju tímabili og hefur verið fastamaður síðan en hann uppskar laun erfiðisins í dag með titli.

„Þetta er fáránlegt. Þetta er stærsti leikur sem ég hef spilað og aldrei upplifað að vinna svona titil áður. Besta tilfinning sem ég hef einhvern tímann fundið.“

„Þetta er erfiðasta brekka sem ég hef farið í. Brotnaði einu sinni á fætinum hægra megin og einu sinni vinstra megin. Fór í gegnum enn eitt erfiða tímabilið, byrjuðum lélega en unnum okkur hægt og rólega unnum okkur inn í þetta. Að fá að klára þetta með þessu frábæra liði er bara fáránlegt og hefði aldrei getað dreymt um þetta,“
sagði Árni við Fótbolta.net.

Það var mikil stemning í klefanum á Akranesi og heyrði það vel í viðtalinu en Skagamenn leyfa sér að fagna vel og innilega í kvöld en liðið mun spila í Bestu deild að ári.

„Þetta er bara stemning. Við elskum allir hvorn annan, elskum Akranes og ógeðslega góð stemning og geggjað að vera partur af þessu.“

„Þetta skiptir öllu máli, fyrir samfélagið og allir munu tala um þetta á morgun, hinn og eftir tvö ár. Þetta er langbest fyrir alla og vinna í þessari treyju er bara geggjað,“
sagði Árni Salvar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner