
„Er í skýjunum og brosir allan hringinn," sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls eftir að liðið hélt sér uppi í Bestu deild kvenna eftir stórsigur á ÍBV í dag.
Lestu um leikinn: Tindastóll 7 - 2 ÍBV
„Við spiluðum okkar leik og héldum plani, sjö mörk er rosalega gott fyrir okkur. Við nýttum færin og fengum fleiri meira segja. Við náðum að halda spennustigi á réttum stað og nutum þess að spila fótbolta þetta var ógeðslega skemmtilegt," sagði Bryndís.
Tindastóll mun fagna þessum áfanga mikið næstu daga jafnvel.
„Njóta í kvöld og á morgun jafnvel. Njóta þess að halda sætinu og fagna því að hafa sett strik í söguna hjá Tindastól, að halda sætinu í efstu deild. Maður er í skýjunum yfir því. Ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Bryndís.
Athugasemdir